SÞ þurfa rúman milljarð dala gegn ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2014 18:06 Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00
Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00
Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00