Enski boltinn

Koscielny kom harmóníku-verksmiðju til bjargar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Koscielny.
Laurent Koscielny. Vísir/Getty
Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny er ekki aðeins mikilvægur í vörn Arsenal því hann passar einnig vel upp á æskustöðvar sínar í Frakklandi. Koscielny var afar rausnarlegur á dögunum þegar hann kom harmóníku-verksmiðju til bjargar í heimabæ sínum í Frakklandi.

Koscielny safnaði saman fjárfestum sem hjálpuðu til að bjarga Maugein-verksmiðjunni frá gjaldþroti en hún er sú elsta sem er starfandi í Frakklandi og var stofnuð árið 1919. Tuttugu manns hefðu misst vinnuna ef að verksmiðjan hefði farið á hausinn.

Koscielny og félagar í fjárfestingahópnum lögðu til 600 þúsund evrur eða um 93 milljónir íslenskra króna. Koscielny er með 490 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá Arsenal.

Bæjarstjórinn Bernard Combes hafði samband við Laurent Koscielny þegar ljóst var í hvað stefndi en Maugein-verksmiðjan hefur orðið illa úti í samkeppni við ódýrari framleiðslu frá Austur-Evrópu og Kína.

Laurent Koscielny verður í sviðsljósinu í dag þegar Arsenal heimsækir Stoke City í ensku úrvalsdeildinni.



Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×