Sport

Eygló fer á kostum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eygló fagnar öðru Íslandsmetinu í gær.
Eygló fagnar öðru Íslandsmetinu í gær. Vísir/Pjetur
Eygló Ósk Gústafsdóttir sló í dag sitt þriðja og fjórða Íslandsmet á Íslandsmótinu í sundi, en Eygló Ósk hefur leikið á alls oddi á mótinu.

Eygló Ósk setti í dag Íslandsmet í 50 metra baksundi þegar hún synti á 27,45 sekúndum, en Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH átti gamla metið.

Eygló, sem keppir fyrir ÍBR, sló tvö met í gær. Annarsvegar 200 metra fjórsund og og 200 metra baksund eins og kom fram á Vísi í gær.

Frekari fréttir af mótinu má vænta í kvöld.

Uppfært 17:20 - Eygló Ósk sló svo annað met nokkru síðar, en þá sló hún Íslandsmet í 100 metra fjórsundi kvenna. Hún synti á 1:01,59 - en fyrra metið átti Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR.

Uppfært 18:16 - Eygló heldur áfram. Hún sló metið í 100 metra baksundi en hún tók fyrsta sprettinn í boðsundi og synti á 58,83. Gamla metið var 59,27 en hún átti það sjálf.


Tengdar fréttir

Eygló og Inga Elín báðar með glæsileg Íslandsmet

Inga Elín Cryer og Eygló Ósk Gústafsdóttir, báðar úr ÍBR byrjuðu vel á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallarlaug í kvöld. Stelpurnar settu báðar glæsilegt nýtt Íslandsmet í fyrstu grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×