Sport

Eygló og Inga Elín báðar með glæsileg Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Inga Elín Cryer.
Inga Elín Cryer. Vísir/Anton
Inga Elín Cryer og Eygló Ósk Gústafsdóttir, báðar úr ÍBR byrjuðu vel á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallarlaug í kvöld. Stelpurnar settu báðar glæsilegt nýtt Íslandsmet í fyrstu grein.

Inga Elín Cryer bætti sitt eigið Íslandsmet í 400 metra skriðsundi þegar hún kom í mark á 4:13.23 mínútum en gamla metið hennar var 4:14.24 mínútur frá árinu 2012. Inga Elín varð í öðru sæti í sundinu því hin franska Coralie Balmy komst fyrst í mark á 4:05.03 mínútum.

Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti sitt eigið Íslands í 200 metra baksundi þegar hún kom í mark á 2:04.78 mínútum sem er frábær tími. Eygló Ósk bætti gamla metið sitt um rétt tæpar tvær sekúndur en það var 2:06.56 mínútur frá því fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×