Hvar eru aukaleikararnir úr Friends í dag? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:51 Sjónvarpsþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir vestan hafs árið 1994 og þar til síðasti þátturinn var sýndur tíu árum síðar. Þættirnir eiga dyggan aðdáendahóp og eru þeir margir sem skella Friends-þætti í tækið við og við til að stytta sér stundir. Flestir kannast við vinina sex og hvað tók við hjá þeim eftir að þáttunum lauk en hvað varð um þá skemmtilegu aukaleikara sem áttu sína góðu spretti í þáttunum?Eddie Menuek - leikinn af Adam Goldberg Hver getur gleymt klikkaða herbergisfélaganum sem Chandler fékk sér þegar Joey flutti í nýrri og flottari íbúð? Eddie er einn af eftirminnilegustu karakterunum í Friends en þegar Adam var búinn að leika hann í þremur þáttum árið 1996 var Friends-tímabilinu hans lokið. Eftir það varð hann talsvert vinsæll í bransanum og lék í kvikmyndinni Saving Private Ryan árið 1998 og nokkrum þáttum af Entourage árið 2007. Á þessu ári lék hann morðingjann Mr. Numbers í þáttunum Fargo. Svo kemur það kannski einhverjum á óvart að Adam Goldberg lék í níu þáttum af Joey sem fjallaði um Joey Tribbiani, einn af vinunum í Friends. Í Joey lék Adam þó allt annan karakter.Elizabeth Stevens - leikin af Alexandra Holden Þegar Ross byrjaði með Elizabeth gerðu vinirnir óspart grín að honum vegna þess að Elizabeth var talsvert yngri en hann. Ross þurfti einnig að kljást við föður hennar Paul sem leikinn var af Bruce Willis. Eftir að Ross og Elizabeth hættu saman lék Alexandra Holden til að mynda í Friday Night Lights og Rizzoli & Isles. Árið 2005 lék hún Sophie í endurgerðinni af Peep Show á móti Big Bang Theory-stjörnunni Johnny Galecki.Joshua Burgin - leikinn af Tate Donovan Josh...U-A!! var myndarlegur maður sem verslaði hjá Rachel og síðan urðu þau ástfangin - í afar stuttan tíma. Tate Donovan varð fastagestur á sjónvarpsskjám um heim allan eftir að veru hans í Friends lauk. Hann leikur í Óskarsverðlaunamyndinni Argo en meðal sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru The O.C., Damages og 24.Julie - leikin af Lauren Tom Julie lék kærustu Ross í seríu 2 af Friends, Rachel til mikils ama. Lauren hefur komið víða við í sjónvarpi og muna sjónvarpsáhorfendur eflaust eftir henni sem Lindu í Supernatural. Hún er þó örugglega þekktust fyrir að ljá Amy Wong rödd sína í teiknuðu sjónvarpsseríunni Futurama.Kathy - leikin af Paget Brewster Kathy fór frá Joey til að vera með Chandler og olli honum síðan gífurlegri ástarsorg. Árið 2006 landaði Paget Brewster hlutverki í glæpaþáttunum Criminal Minds og lék í 126 þáttum sem Emily Prentiss. Mark Robinson - leikinn af Steven Eckholdt Rachel byrjaði að vinna hjá Bloomingdales með Mark og Ross varð æfur af afbrýðisemi. Mark birtist síðan aftur í síðustu seríunni af Friends en Steven Eckholdt hefur haft nóg að gera í sjónvarpsbransanum. Hann lék Doug Westin í The West Wing á árunum 2003 til 2006 og fór einnig með hlutverk í The L Word, Castle og Bones.Susan Bunch - leikin af Jessicu Hecht Susan lék eiginkonu Carol sem var fyrrverandi eiginkona Ross. Hún átti frábær móment enda var alls ekki hlýtt á milli hennar og Ross. Hún lék í fjölmörgum þáttum af Friends en eftir það muna eflaust margir eftir henni sem fyrrverandi eiginkonu Paul Giamatti í Óskarsverðlaunamyndinni Sideways frá árinu 2004. Þá lék hún einnig fyrrverandi ástkonu Walter White í fimm þáttum af verðlaunaþáttunum Breaking Bad.Tag Jones - leikinn af Eddie Cahill Rachel og Tag urðu ofsalega skotin í hvort öðru í nokkrum þáttum á árunum 2000 til 2001. Eftir það lék Eddie Cahill í 197 þáttum af CSI: NY og leikur núna í þáttunum Under the Dome. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir vestan hafs árið 1994 og þar til síðasti þátturinn var sýndur tíu árum síðar. Þættirnir eiga dyggan aðdáendahóp og eru þeir margir sem skella Friends-þætti í tækið við og við til að stytta sér stundir. Flestir kannast við vinina sex og hvað tók við hjá þeim eftir að þáttunum lauk en hvað varð um þá skemmtilegu aukaleikara sem áttu sína góðu spretti í þáttunum?Eddie Menuek - leikinn af Adam Goldberg Hver getur gleymt klikkaða herbergisfélaganum sem Chandler fékk sér þegar Joey flutti í nýrri og flottari íbúð? Eddie er einn af eftirminnilegustu karakterunum í Friends en þegar Adam var búinn að leika hann í þremur þáttum árið 1996 var Friends-tímabilinu hans lokið. Eftir það varð hann talsvert vinsæll í bransanum og lék í kvikmyndinni Saving Private Ryan árið 1998 og nokkrum þáttum af Entourage árið 2007. Á þessu ári lék hann morðingjann Mr. Numbers í þáttunum Fargo. Svo kemur það kannski einhverjum á óvart að Adam Goldberg lék í níu þáttum af Joey sem fjallaði um Joey Tribbiani, einn af vinunum í Friends. Í Joey lék Adam þó allt annan karakter.Elizabeth Stevens - leikin af Alexandra Holden Þegar Ross byrjaði með Elizabeth gerðu vinirnir óspart grín að honum vegna þess að Elizabeth var talsvert yngri en hann. Ross þurfti einnig að kljást við föður hennar Paul sem leikinn var af Bruce Willis. Eftir að Ross og Elizabeth hættu saman lék Alexandra Holden til að mynda í Friday Night Lights og Rizzoli & Isles. Árið 2005 lék hún Sophie í endurgerðinni af Peep Show á móti Big Bang Theory-stjörnunni Johnny Galecki.Joshua Burgin - leikinn af Tate Donovan Josh...U-A!! var myndarlegur maður sem verslaði hjá Rachel og síðan urðu þau ástfangin - í afar stuttan tíma. Tate Donovan varð fastagestur á sjónvarpsskjám um heim allan eftir að veru hans í Friends lauk. Hann leikur í Óskarsverðlaunamyndinni Argo en meðal sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru The O.C., Damages og 24.Julie - leikin af Lauren Tom Julie lék kærustu Ross í seríu 2 af Friends, Rachel til mikils ama. Lauren hefur komið víða við í sjónvarpi og muna sjónvarpsáhorfendur eflaust eftir henni sem Lindu í Supernatural. Hún er þó örugglega þekktust fyrir að ljá Amy Wong rödd sína í teiknuðu sjónvarpsseríunni Futurama.Kathy - leikin af Paget Brewster Kathy fór frá Joey til að vera með Chandler og olli honum síðan gífurlegri ástarsorg. Árið 2006 landaði Paget Brewster hlutverki í glæpaþáttunum Criminal Minds og lék í 126 þáttum sem Emily Prentiss. Mark Robinson - leikinn af Steven Eckholdt Rachel byrjaði að vinna hjá Bloomingdales með Mark og Ross varð æfur af afbrýðisemi. Mark birtist síðan aftur í síðustu seríunni af Friends en Steven Eckholdt hefur haft nóg að gera í sjónvarpsbransanum. Hann lék Doug Westin í The West Wing á árunum 2003 til 2006 og fór einnig með hlutverk í The L Word, Castle og Bones.Susan Bunch - leikin af Jessicu Hecht Susan lék eiginkonu Carol sem var fyrrverandi eiginkona Ross. Hún átti frábær móment enda var alls ekki hlýtt á milli hennar og Ross. Hún lék í fjölmörgum þáttum af Friends en eftir það muna eflaust margir eftir henni sem fyrrverandi eiginkonu Paul Giamatti í Óskarsverðlaunamyndinni Sideways frá árinu 2004. Þá lék hún einnig fyrrverandi ástkonu Walter White í fimm þáttum af verðlaunaþáttunum Breaking Bad.Tag Jones - leikinn af Eddie Cahill Rachel og Tag urðu ofsalega skotin í hvort öðru í nokkrum þáttum á árunum 2000 til 2001. Eftir það lék Eddie Cahill í 197 þáttum af CSI: NY og leikur núna í þáttunum Under the Dome.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira