Lögreglumaður biður um traust Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2014 19:02 Óskar Þór Guðmundsson starfar sem lögreglumaður á Fáskrúðsfirði. Óskar Þór Guðmundsson hefur starfað sem lögreglumaður í fimmtán ár. Hann telur umræðuna um aukið vopnabú lögreglunnar á villigötum. Lögregla hafi ætíð haft aðgang að skotvopnum og öðrum vopnum og sárnar honum umræðan þegar fólk lætur í veðri vaka að verið sé að afhenda ótýndum glæpamönnum vopn í hendur. Óskar birti því einlægan pistil á Facebook sem vakið hefur mikla athygli þar sem hann biður fólk um að treysta sér – allar hans ákvarðanir séu og verði alltaf teknar með hagmuni og velferð annarra í húfi. „Ég hef lent í ýmsu á þessum 15 árum og mörg af erfiðustu málunum hef ég verið að glíma við á meðan þú og fjölskylda þín voruð í fasta svefni. Ég hef þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem gátu haft áhrif á framtíð mína og fjölskyldu minnar því allt sem ég geri til að vernda þig og þína ber ég ábyrgð á sjálfur,“ skrifar Óskar sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar pistilsins. „Það er ákvörðun okkar sem samfélags hvort við ætlumst til að lögreglan stöðvi hættulega, vopnaða einstaklinga eða ekki. Ef þú hefur þá skoðun að það eigi hún ekki að gera þá mun ég virða það við þig því þín skoðun er alveg jafn mikilvæg fyrir samfélagið okkar og mín,“ bætir hann við og biður fólk um að færa rök fram án sleggjudóma svo umræðan verði samfélaginu til framdráttar. Pistil Óskars má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Eins og þú veist þá er ég starfandi lögreglumaður og hef verið það síðastliðin 15 ár. Allan þann tíma hef ég haft aðgang að skotvopnum og annarskonar vopnum til að hjálpa mér við að tryggja öryggi þitt og fjölskyldu þinnar ef öryggi ykkar er ógnað. Þar sem ég hef ekki orðið uppvís að því að drepa saklausa borgara þessa lands á þessum árum þrátt fyrir aðgang minn að þessum vopnum þá geng ég út frá því að það sé hægt að treysta mér fyrir þeim. Mér sárnar umræða þar sem fólk lætur í veðri vaka að verið sé að rétta ótýndum glæpamönnum vopn í hendur þegar rætt er um vopnaeign lögreglunnar. Ég vil árétta við þig kæri vinur að ég hef ekki hugsað mér að taka nokkurn mann af lífi núna frekar en hingað til. Ég hef lent í ýmsu á þessum 15 árum og mörg af erfiðustu málunum hef ég verið að glíma við á meðan þú og fjölskylda þín voruð í fasta svefni. Ég hef þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem gátu haft áhrif á framtíð mína og fjölskyldu minnar því allt sem ég geri til að vernda þig og þína ber ég ábyrgð á sjálfur. Í öll skiptin sem ég hef staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum hef ég tekið þá afstöðu að setja velferð þína og fjölskyldu þinnar framar mínum hagsmunum og ég vona að þú virðir það við mig. Það sem gerir mér svolítið erfitt fyrir í umræðu um þessi mál er að þú veist ekki af flestum þessara mála og ég er bundinn trúnaði og má ekki ræða þau við þig. Það er ákvörðun okkar sem samfélags hvort við ætlumst til að lögreglan stöðvi hættulega, vopnaða einstaklinga eða ekki. Ef þú hefur þá skoðun að það eigi hún ekki að gera þá mun ég virða það við þig því þín skoðun er alveg jafn mikilvæg fyrir samfélagið okkar og mín. Vilt þú kæri facebook vinur vera svo vænn að ígrunda vel þessi mál áður en þú tekur afstöðu til þess hvort þú treystir mér eða ekki. Ef þú ákveður að ég sé ekki traustsins verður viltu þá vera svo vænn að setja rök þín fram án sleggjudóma svo umræðan megi vera samfélaginu okkar til framdráttar. Þinn vinur Óskar Þór Guðmundsson, lögreglumaður 0109. Tengdar fréttir Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu skoraði á rjúpnaskyttur að vera í góðum skóm þá er þeir gengju til veiða. 24. október 2014 10:40 Einföld sala sem hefur endað í hneyksli Norski fréttavefurinn VG segir byssuhneykslið geta orðið ríkisstjórn Íslands að falli. Þingi og þjóð leynt að byssurnar voru keyptar. 25. október 2014 09:32 Aðstoðarmaður ráðherra segist ekki hafa logið Sagði að byssurnar hefðu verið gjöf frá Norðmönnum. Norski herinn segir hinsvegar byssurnar hafi verið seldar fyrir ellefu milljónir. 24. október 2014 13:14 Vatnsbyssumótmæli gegn hríðskotabyssum Fólk er hvatt til að taka með sér vatnsbyssur í mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. 24. október 2014 14:53 Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14 Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar. 24. október 2014 07:00 Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00 Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. 24. október 2014 14:48 Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni. 25. október 2014 12:45 Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. 25. október 2014 18:56 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 Segja að aldrei hafi farið fram neinar greiðslur fyrir byssurnar Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum. 23. október 2014 21:10 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Óskar Þór Guðmundsson hefur starfað sem lögreglumaður í fimmtán ár. Hann telur umræðuna um aukið vopnabú lögreglunnar á villigötum. Lögregla hafi ætíð haft aðgang að skotvopnum og öðrum vopnum og sárnar honum umræðan þegar fólk lætur í veðri vaka að verið sé að afhenda ótýndum glæpamönnum vopn í hendur. Óskar birti því einlægan pistil á Facebook sem vakið hefur mikla athygli þar sem hann biður fólk um að treysta sér – allar hans ákvarðanir séu og verði alltaf teknar með hagmuni og velferð annarra í húfi. „Ég hef lent í ýmsu á þessum 15 árum og mörg af erfiðustu málunum hef ég verið að glíma við á meðan þú og fjölskylda þín voruð í fasta svefni. Ég hef þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem gátu haft áhrif á framtíð mína og fjölskyldu minnar því allt sem ég geri til að vernda þig og þína ber ég ábyrgð á sjálfur,“ skrifar Óskar sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar pistilsins. „Það er ákvörðun okkar sem samfélags hvort við ætlumst til að lögreglan stöðvi hættulega, vopnaða einstaklinga eða ekki. Ef þú hefur þá skoðun að það eigi hún ekki að gera þá mun ég virða það við þig því þín skoðun er alveg jafn mikilvæg fyrir samfélagið okkar og mín,“ bætir hann við og biður fólk um að færa rök fram án sleggjudóma svo umræðan verði samfélaginu til framdráttar. Pistil Óskars má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Eins og þú veist þá er ég starfandi lögreglumaður og hef verið það síðastliðin 15 ár. Allan þann tíma hef ég haft aðgang að skotvopnum og annarskonar vopnum til að hjálpa mér við að tryggja öryggi þitt og fjölskyldu þinnar ef öryggi ykkar er ógnað. Þar sem ég hef ekki orðið uppvís að því að drepa saklausa borgara þessa lands á þessum árum þrátt fyrir aðgang minn að þessum vopnum þá geng ég út frá því að það sé hægt að treysta mér fyrir þeim. Mér sárnar umræða þar sem fólk lætur í veðri vaka að verið sé að rétta ótýndum glæpamönnum vopn í hendur þegar rætt er um vopnaeign lögreglunnar. Ég vil árétta við þig kæri vinur að ég hef ekki hugsað mér að taka nokkurn mann af lífi núna frekar en hingað til. Ég hef lent í ýmsu á þessum 15 árum og mörg af erfiðustu málunum hef ég verið að glíma við á meðan þú og fjölskylda þín voruð í fasta svefni. Ég hef þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem gátu haft áhrif á framtíð mína og fjölskyldu minnar því allt sem ég geri til að vernda þig og þína ber ég ábyrgð á sjálfur. Í öll skiptin sem ég hef staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum hef ég tekið þá afstöðu að setja velferð þína og fjölskyldu þinnar framar mínum hagsmunum og ég vona að þú virðir það við mig. Það sem gerir mér svolítið erfitt fyrir í umræðu um þessi mál er að þú veist ekki af flestum þessara mála og ég er bundinn trúnaði og má ekki ræða þau við þig. Það er ákvörðun okkar sem samfélags hvort við ætlumst til að lögreglan stöðvi hættulega, vopnaða einstaklinga eða ekki. Ef þú hefur þá skoðun að það eigi hún ekki að gera þá mun ég virða það við þig því þín skoðun er alveg jafn mikilvæg fyrir samfélagið okkar og mín. Vilt þú kæri facebook vinur vera svo vænn að ígrunda vel þessi mál áður en þú tekur afstöðu til þess hvort þú treystir mér eða ekki. Ef þú ákveður að ég sé ekki traustsins verður viltu þá vera svo vænn að setja rök þín fram án sleggjudóma svo umræðan megi vera samfélaginu okkar til framdráttar. Þinn vinur Óskar Þór Guðmundsson, lögreglumaður 0109.
Tengdar fréttir Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu skoraði á rjúpnaskyttur að vera í góðum skóm þá er þeir gengju til veiða. 24. október 2014 10:40 Einföld sala sem hefur endað í hneyksli Norski fréttavefurinn VG segir byssuhneykslið geta orðið ríkisstjórn Íslands að falli. Þingi og þjóð leynt að byssurnar voru keyptar. 25. október 2014 09:32 Aðstoðarmaður ráðherra segist ekki hafa logið Sagði að byssurnar hefðu verið gjöf frá Norðmönnum. Norski herinn segir hinsvegar byssurnar hafi verið seldar fyrir ellefu milljónir. 24. október 2014 13:14 Vatnsbyssumótmæli gegn hríðskotabyssum Fólk er hvatt til að taka með sér vatnsbyssur í mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. 24. október 2014 14:53 Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14 Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar. 24. október 2014 07:00 Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00 Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. 24. október 2014 14:48 Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni. 25. október 2014 12:45 Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. 25. október 2014 18:56 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 Segja að aldrei hafi farið fram neinar greiðslur fyrir byssurnar Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum. 23. október 2014 21:10 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu skoraði á rjúpnaskyttur að vera í góðum skóm þá er þeir gengju til veiða. 24. október 2014 10:40
Einföld sala sem hefur endað í hneyksli Norski fréttavefurinn VG segir byssuhneykslið geta orðið ríkisstjórn Íslands að falli. Þingi og þjóð leynt að byssurnar voru keyptar. 25. október 2014 09:32
Aðstoðarmaður ráðherra segist ekki hafa logið Sagði að byssurnar hefðu verið gjöf frá Norðmönnum. Norski herinn segir hinsvegar byssurnar hafi verið seldar fyrir ellefu milljónir. 24. október 2014 13:14
Vatnsbyssumótmæli gegn hríðskotabyssum Fólk er hvatt til að taka með sér vatnsbyssur í mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. 24. október 2014 14:53
Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14
Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar. 24. október 2014 07:00
Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00
Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. 24. október 2014 14:48
Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Utanríkisráðherra segist með engum hætti hafa komið að kaupunum á vélbyssunum frá Noregi þvert á það sem kom fram á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni. 25. október 2014 12:45
Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. 25. október 2014 18:56
MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00
Segja að aldrei hafi farið fram neinar greiðslur fyrir byssurnar Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum. 23. október 2014 21:10