Spánverjar og Þjóðverjar sýna Brynhildi áhuga Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2014 20:00 Reffileg Brynhildur. mynd/eva rut hjaltadóttir „Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source. Airwaves Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source.
Airwaves Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira