SA segir óráðlega að færa styttri vinnuviku í lög Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:45 Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira