SA segir óráðlega að færa styttri vinnuviku í lög Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:45 Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira