SA segir óráðlega að færa styttri vinnuviku í lög Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:45 Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira