SA segir óráðlega að færa styttri vinnuviku í lög Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:45 Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira