SA segir óráðlega að færa styttri vinnuviku í lög Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:45 Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins líst illa á hugmyndir um að stytta vinnuviku landsmanna úr 40 stundum í 35. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Björn Leví Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni eru flutningsmenn frumvarpsins. Þar er lagt til að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á dag í stað átta eins og stendur í núgildandi lögum um 40 stunda vinnuviku frá 1971. Í frumvarpinu er sagt að þó Íslendingar vinni mikið er framleiðnin ekki í samræmi við það. Frakkland, Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa styttri vinnuviku en töluvert meiri framleiðni. Margt bendi því til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða. „Hinsvegar með lögboði með að stytta vinnuviku um fimm vinnustundir eins og þarna er lagt til, það mun ekki auka framleiðni eitt og sér. Tækifæri fyrirtækjanna eru afar misjöfn til að bregðast við slíku og það er miklu eðlilegra að við séum að reyna að skapa þeim grundvöll með stöðugu rekstrarumhverfi, lágum vöxtum og svo framvegis til að auka framleiðni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.„Þannig að það er hægt að segja að það breytist ekki mikið í umhverfi fyrirtækjanna, það er að segja, styttri opnunartími eða annað slíkt, heldur myndi bara dagvinnan bara færast yfir í yfirvinnutíma?“ „Já, það er í raun það sem gerist.“ Íslendingar hafa löngum talað um það að þeir vinni mikið, Þorsteinn segir hinsvegar að tölurnar bendi til annars. „Við erum með um 37 stunda vinnuviku þegar horft er til virkra vinnustunda, það er að segja að teknu tilliti til neysluhléa. Ef við tökum síðan samanburðinn lengra og berum saman við þá lögboðna frídaga og svo aftur lengd sumarleyfis, þá sjáum við að við erum einna stystan vinnutíma í evrópskum samanburði og pari við lönd eins og Frakkland og Danmörku til dæmis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira