Mikilvægur loftslagsfundur í New York Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2014 13:05 Stórstjarnan Leonardi DiCaprio starfar með Sameinuðu þjóðunum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísir/AFP Ban-Ki Moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað til leiðtogafundar um loftslagsmál í New York í dag. Markmið fundarins er að finna leiðir svo sporna megi gegn neikvæðum áhrifum loftlagsbreytinga og móta stefnu vegna loftlagsráðstefnu SÞ sem haldinn verður í París á næsta ári. Þar er vonast til að hægt verði að ná fram bindandi loftlagssamningi. Ban-Ki Moon hefur hvatt leiðtogana sem sækja munu fundinn í dag til að boða róttækar aðgerðir í loftslagsmálum en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Dilma Rousseff, forseti Brasilíu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tekur einnig þátt í fundinum. Í tilefni fundarins sendi Árni Finnsson forsætisráðherra bréf í gær fyrir hönd náttúruverndarfólks. Í bréfinu er Sigmundur Davíð er hvattur til að beita sér gegn súrnun sjávar og lýsa því yfir Ísland muni ekki nýta olíu eða gaslindir sem kunni að finnast í lögsögu landsins.Vísir/Valli„Megum engan tíma missa“ Árni segir að þjóðir heims megi engan tíma missa í baráttu sinni við loftslagsbreytingar og að bæði fundurinn í dag og í París á næsta ári séu mjög mikilvægir. „Við höfum í mesta lagi 10 ár til að koma okkur á rétta braut í þessum efnum,“ segir Árni. Hann segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn árið 2009 hafa verið mikið áfall fyrir alþjóðasamfélagið þar sem ekki tókst að ná að semja um tvíhliða leið fyrir Bandaríkin varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. „Það má eiginlega segja að þjóðarleiðtogarnir hafi komið illa undirbúnir til ráðstefnunnar árið 2009. Það er ekki hægt að semja um neinar afgerandi aðgerðir á tveimur dögum,“ segir Árni. Staðreyndin sé sú að Bandaríkin og Kína losi losi samtals um helming allra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Þjóðirnar þurfa því að byrja að semja mun fyrr um aðgerðir en gert var árið 2009 og fundurinn í New York í dag er meðal annars liður í því ferli. Ýmislegt hefur verið gert til að vekja fólk til umhugsunar um málefnið í aðdraganda fundarins og var til að mynda farið í fjölmennar loftslagsgöngur víða um heim á sunnudaginn, meðal annars í Reykjavík. Þá voru mikil mótmæli í New York í gærdag. Þá framleiddi Alþjóðaveðurfræðistofnunin fjölda myndbanda sem sýna hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á veður-og gróðurfar í heiminum verði ekkert að gert. Birta Líf Kristinsdóttir gerði myndbandið um Ísland og má sjá hér að neðan hvernig veðrið verður að óbreyttu árið 2050. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ban-Ki Moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað til leiðtogafundar um loftslagsmál í New York í dag. Markmið fundarins er að finna leiðir svo sporna megi gegn neikvæðum áhrifum loftlagsbreytinga og móta stefnu vegna loftlagsráðstefnu SÞ sem haldinn verður í París á næsta ári. Þar er vonast til að hægt verði að ná fram bindandi loftlagssamningi. Ban-Ki Moon hefur hvatt leiðtogana sem sækja munu fundinn í dag til að boða róttækar aðgerðir í loftslagsmálum en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Dilma Rousseff, forseti Brasilíu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tekur einnig þátt í fundinum. Í tilefni fundarins sendi Árni Finnsson forsætisráðherra bréf í gær fyrir hönd náttúruverndarfólks. Í bréfinu er Sigmundur Davíð er hvattur til að beita sér gegn súrnun sjávar og lýsa því yfir Ísland muni ekki nýta olíu eða gaslindir sem kunni að finnast í lögsögu landsins.Vísir/Valli„Megum engan tíma missa“ Árni segir að þjóðir heims megi engan tíma missa í baráttu sinni við loftslagsbreytingar og að bæði fundurinn í dag og í París á næsta ári séu mjög mikilvægir. „Við höfum í mesta lagi 10 ár til að koma okkur á rétta braut í þessum efnum,“ segir Árni. Hann segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn árið 2009 hafa verið mikið áfall fyrir alþjóðasamfélagið þar sem ekki tókst að ná að semja um tvíhliða leið fyrir Bandaríkin varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. „Það má eiginlega segja að þjóðarleiðtogarnir hafi komið illa undirbúnir til ráðstefnunnar árið 2009. Það er ekki hægt að semja um neinar afgerandi aðgerðir á tveimur dögum,“ segir Árni. Staðreyndin sé sú að Bandaríkin og Kína losi losi samtals um helming allra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Þjóðirnar þurfa því að byrja að semja mun fyrr um aðgerðir en gert var árið 2009 og fundurinn í New York í dag er meðal annars liður í því ferli. Ýmislegt hefur verið gert til að vekja fólk til umhugsunar um málefnið í aðdraganda fundarins og var til að mynda farið í fjölmennar loftslagsgöngur víða um heim á sunnudaginn, meðal annars í Reykjavík. Þá voru mikil mótmæli í New York í gærdag. Þá framleiddi Alþjóðaveðurfræðistofnunin fjölda myndbanda sem sýna hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á veður-og gróðurfar í heiminum verði ekkert að gert. Birta Líf Kristinsdóttir gerði myndbandið um Ísland og má sjá hér að neðan hvernig veðrið verður að óbreyttu árið 2050.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira