Allt um brúðkaup Georges Clooney Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 13:00 George og Amal. vísir/getty Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira