Ármann Pétur: Sparkaði ekki viljandi í hann | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2014 14:30 Þórsarinn Ármann Pétur Ævarsson segir að hann hafi ekki ætlað sér að sparka í Kassim Doumbia, leikmann FH, í leik liðanna í gær. Eins og sást í umfjöllun Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport þá virtist Ármann sparka til varnarmannsins sterka sem skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri FH í gær. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. „Þetta var ekki viljandi. Ég lenti bara á afturendanum og var að reyna að snúa mér. Ég vissi ekki einu sinni að boltinn væri kominn í netið,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Hann segir eðlilegt að það hafi verið hiti í mönnum á meðan leiknum stóð. „Við tókumst svo í hendur eftir leik og allt í góðu lagi.“ Báðir fengu þeir svo að líta gula spjaldið hjá Garðari Erni Hinrikssyni, dómara leiksins, eftir að þeim lenti saman í teignum. „Það fannst mér nokkuð harður dómur. Menn voru að takast á líkt og þeir gera í hverri einustu horn- eða aukaspyrnu,“ sagði Ármann Pétur og vildi ekki gera mikið úr þessu. Þór féll úr Pepsi-deildinni í gær og hann segir að stemningin í búningsklefanum hafi verið dauf eftir því. „Þetta var auðvitað áfall og afar svekkjandi. Fyrir tímabilið reiknuðum við með því að gera betur en við gerðum í sumar. Við komumst í raun aldrei almennilega á skrið og finna kraftinn í hópnum. Því fór sem fór.“ Hann vildi ekkert tjá sig um þjálfaramálin en Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, lýsti sig viljugan eftir leik í gær til að halda áfram með liðið. Ármann Pétur ætlar að einbeita sér að þeim þremur leikjum sem eftir eru í sumar. „Nú spilum við fyrir stoltið og ætlum að standa okkur vel,“ sagði hann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - FH 0-2 | Þór féll eftir enn eitt tapið Þór féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir tapleik gegn toppliði FH á Þórsvellinum í kvöld. 14. september 2014 00:01 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Þórsarinn Ármann Pétur Ævarsson segir að hann hafi ekki ætlað sér að sparka í Kassim Doumbia, leikmann FH, í leik liðanna í gær. Eins og sást í umfjöllun Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport þá virtist Ármann sparka til varnarmannsins sterka sem skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri FH í gær. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. „Þetta var ekki viljandi. Ég lenti bara á afturendanum og var að reyna að snúa mér. Ég vissi ekki einu sinni að boltinn væri kominn í netið,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Hann segir eðlilegt að það hafi verið hiti í mönnum á meðan leiknum stóð. „Við tókumst svo í hendur eftir leik og allt í góðu lagi.“ Báðir fengu þeir svo að líta gula spjaldið hjá Garðari Erni Hinrikssyni, dómara leiksins, eftir að þeim lenti saman í teignum. „Það fannst mér nokkuð harður dómur. Menn voru að takast á líkt og þeir gera í hverri einustu horn- eða aukaspyrnu,“ sagði Ármann Pétur og vildi ekki gera mikið úr þessu. Þór féll úr Pepsi-deildinni í gær og hann segir að stemningin í búningsklefanum hafi verið dauf eftir því. „Þetta var auðvitað áfall og afar svekkjandi. Fyrir tímabilið reiknuðum við með því að gera betur en við gerðum í sumar. Við komumst í raun aldrei almennilega á skrið og finna kraftinn í hópnum. Því fór sem fór.“ Hann vildi ekkert tjá sig um þjálfaramálin en Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, lýsti sig viljugan eftir leik í gær til að halda áfram með liðið. Ármann Pétur ætlar að einbeita sér að þeim þremur leikjum sem eftir eru í sumar. „Nú spilum við fyrir stoltið og ætlum að standa okkur vel,“ sagði hann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - FH 0-2 | Þór féll eftir enn eitt tapið Þór féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir tapleik gegn toppliði FH á Þórsvellinum í kvöld. 14. september 2014 00:01 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - FH 0-2 | Þór féll eftir enn eitt tapið Þór féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir tapleik gegn toppliði FH á Þórsvellinum í kvöld. 14. september 2014 00:01