Gunnar Már: Verða vonandi fleiri en 214 áhorfendur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2014 16:00 Vísir/Stefán Fram og Fjölnir eigast við í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn gæti ráðið miklu um fallbaráttu deildarinnar. Þór féll í gær úr deildinni en aðeins sex stig skilja á milli næstu sex liða fyrir ofan. Neðstu liðin í þeim hópi eru Fram með átján stig og Fjölnir með sextán. Grafarvogsbúar eru því í fallsæti sem stendur en geta komist upp úr því með sigri í kvöld.Gunnar Már Guðmundsson, sem er oft kallaður „Herra Fjölnir“, segir að Fjölnismenn hafi beðið lengi eftir leiknum í kvöld en liðið lék síðast þann 31. ágúst, er Fjölnir steinlá fyrir FH, 4-0. „Að mínu mati er það algjör vitleysa að gera hlé á deildinni vegna landsleikja,“ sagði Gunnar Már um biðina löngu. „Við erum óþreyjufullir og spenntir fyrir leiknum.“ Gunnar segir að Fjölnismenn hafi oft spilað betur en úrlsit leikjanna hafa gefið til kynna. „Það þýðir þó ekkert að tala um það endalaust. Úrslitin þurfa að koma líka og við höfum nú þrjá leiki til að safna þeim stigum sem við þurfum.“ Hann vill varla hugsa það til enda ef að Fjölnismenn tapa leiknum í kvöld. „Staðan yrði virkilega slæm þá en við verðum bara að hugsa um einn leik í einu,“ segir Gunnar og fer ekki ofan af því að Fjölnismenn komu sér í þessa slæmu stöðu sjálfir. „Það er ekki boðlegt að vinna þrjá leiki af átján. Samt hafa verið fáir leikir í sumar þar sem við höfum verið yfirspilaðir en einn af þeim var gegn Fram í fyrri umferðinni. Við höfum því harma að hefna eftir þann leik.“ Framarar og Fjölnismenn hefur gengið ill að fá áhorfendur til að fjölmenna á leiki sína í sumar en Gunnar Már vonast til að það breytist í kvöld. „Ég hef heyrt af því að Framarar hafi farið í mikla söfnun og þá hef ég líka heyrt af áhuga Fjölnismanna á leiknum.“ „Það hverfur svo sem allt í stúkunni á Laugardalsvelli. En ég vona að við verðum fleiri en 214 áhorfendur á leiknum,“ og vísar til uppgefins áhorfendafjölda á leik Fjölnis og Keflavíkur í síðasta mánuði. Sú tala var reyndar leiðrétt á heimasíðu Fjölnis stuttu síðar en samkvæmt KSÍ.is voru 388 manns á leiknum. Fyrir fáeinum árum var mikil stemning í kringum Fjölni og fjölmennt á leikjum liðsins, sér í lagi þegar liðið lék í efstu deild árin 2008 og 2009. Gunnar segir erfitt að útskýra hvað hafi breyst. „Líklega hefur stuðningsmannahópurinn orðinn eldri. Margir hafa stofnað fjölskyldur og hafa ekki jafn mikinn tíma og áður. Þá er einnig stór kjarni úr þeim hópi í leikmannahópi liðsins í dag.“ „En maður spyr sig af hverju það eru svona fáir á vellinum þegar fjöldi fólks í hverfinu hefur alið upp sín börn í þessu íþróttafélagi undanfarna tvo áratugi. Þetta er viðkvæmt vandamál sem þarf að tækla á næstu árum. En það er líka ljóst að áhuginn eykst með velgengni og því er það einnig undir okkur komið að standa okkur.“ „Fyrst um sinn ætlum við þó að einbeita okkur að því að fá þessi þrjú stig sem verða í boði í kvöld,“ sagði Gunnar Már. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ef einhver leikur er sex stiga leikur, þá er það þessi Fram og Fjölnir mætast í miklum fallslag á Laugardalsvelli í kvöld. 15. september 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. 31. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Fram og Fjölnir eigast við í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn gæti ráðið miklu um fallbaráttu deildarinnar. Þór féll í gær úr deildinni en aðeins sex stig skilja á milli næstu sex liða fyrir ofan. Neðstu liðin í þeim hópi eru Fram með átján stig og Fjölnir með sextán. Grafarvogsbúar eru því í fallsæti sem stendur en geta komist upp úr því með sigri í kvöld.Gunnar Már Guðmundsson, sem er oft kallaður „Herra Fjölnir“, segir að Fjölnismenn hafi beðið lengi eftir leiknum í kvöld en liðið lék síðast þann 31. ágúst, er Fjölnir steinlá fyrir FH, 4-0. „Að mínu mati er það algjör vitleysa að gera hlé á deildinni vegna landsleikja,“ sagði Gunnar Már um biðina löngu. „Við erum óþreyjufullir og spenntir fyrir leiknum.“ Gunnar segir að Fjölnismenn hafi oft spilað betur en úrlsit leikjanna hafa gefið til kynna. „Það þýðir þó ekkert að tala um það endalaust. Úrslitin þurfa að koma líka og við höfum nú þrjá leiki til að safna þeim stigum sem við þurfum.“ Hann vill varla hugsa það til enda ef að Fjölnismenn tapa leiknum í kvöld. „Staðan yrði virkilega slæm þá en við verðum bara að hugsa um einn leik í einu,“ segir Gunnar og fer ekki ofan af því að Fjölnismenn komu sér í þessa slæmu stöðu sjálfir. „Það er ekki boðlegt að vinna þrjá leiki af átján. Samt hafa verið fáir leikir í sumar þar sem við höfum verið yfirspilaðir en einn af þeim var gegn Fram í fyrri umferðinni. Við höfum því harma að hefna eftir þann leik.“ Framarar og Fjölnismenn hefur gengið ill að fá áhorfendur til að fjölmenna á leiki sína í sumar en Gunnar Már vonast til að það breytist í kvöld. „Ég hef heyrt af því að Framarar hafi farið í mikla söfnun og þá hef ég líka heyrt af áhuga Fjölnismanna á leiknum.“ „Það hverfur svo sem allt í stúkunni á Laugardalsvelli. En ég vona að við verðum fleiri en 214 áhorfendur á leiknum,“ og vísar til uppgefins áhorfendafjölda á leik Fjölnis og Keflavíkur í síðasta mánuði. Sú tala var reyndar leiðrétt á heimasíðu Fjölnis stuttu síðar en samkvæmt KSÍ.is voru 388 manns á leiknum. Fyrir fáeinum árum var mikil stemning í kringum Fjölni og fjölmennt á leikjum liðsins, sér í lagi þegar liðið lék í efstu deild árin 2008 og 2009. Gunnar segir erfitt að útskýra hvað hafi breyst. „Líklega hefur stuðningsmannahópurinn orðinn eldri. Margir hafa stofnað fjölskyldur og hafa ekki jafn mikinn tíma og áður. Þá er einnig stór kjarni úr þeim hópi í leikmannahópi liðsins í dag.“ „En maður spyr sig af hverju það eru svona fáir á vellinum þegar fjöldi fólks í hverfinu hefur alið upp sín börn í þessu íþróttafélagi undanfarna tvo áratugi. Þetta er viðkvæmt vandamál sem þarf að tækla á næstu árum. En það er líka ljóst að áhuginn eykst með velgengni og því er það einnig undir okkur komið að standa okkur.“ „Fyrst um sinn ætlum við þó að einbeita okkur að því að fá þessi þrjú stig sem verða í boði í kvöld,“ sagði Gunnar Már.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ef einhver leikur er sex stiga leikur, þá er það þessi Fram og Fjölnir mætast í miklum fallslag á Laugardalsvelli í kvöld. 15. september 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. 31. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ef einhver leikur er sex stiga leikur, þá er það þessi Fram og Fjölnir mætast í miklum fallslag á Laugardalsvelli í kvöld. 15. september 2014 06:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. 31. ágúst 2014 00:01