Uppbótartíminn: Útlitið dökkt í Safamýrinni | Myndband 16. september 2014 10:30 Vísir/Stefán Nítjándu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus á toppi deildarinnar og stefnir því enn í hreinan úrslitaleik liðanna um titilinn í lokaumferð tímabilsins. Þór féll og sex lið eru í þéttum pakka þar fyrir ofan. Útlitið er dökkt hjá Fram eftir tap gegn Fjölni í gær en liðið á erfiða leiki eftir. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - Breiðablik 1-1Fylkir - KR 0-4Þór - FH 0-2Víkingur - Valur 1-1Stjarnan - Keflavík 2-0Fram - Fjölnir 1-3Vísir/StefánGóð umferð fyrir ...... Ágúst Gylfason Fjölnismenn hafa ekki unnið marga leiki í sumar og aðeins einn síðan í 2. umferð fyrir leikinn mikilvæga gegn Fram í gær. En Ágúst og lærisveinar hans úr Grafarvoginum völdu rétta leikinn til að sækja þrjú stig því með 3-1 sigri á Fram komst liðið upp í níunda sæti deildarinnar. Sigurinn gefur liðinu sjálfstraust fyrir lokasprett tímabilsins.... Kassim Doumbia Malímaðurinn öflugi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri FH á Þór en Hafnfirðingar héldu þar með sínu striki á toppnum. Enn og aftur sýndi hann styrk sinn en Doumbia hefur átt frábært tímabil. Skyldi engan undra að erlend lið séu að kíkja á þennan sterka miðvörð.... Víkinga Þó svo að þeir svörtu og rauðu hafi kvartað sáran undan þeirri meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk máttu þeir vera sáttir við stigið sem þeir fengu gegn Val í vikunni. Þetta var lykilstig í baráttunni um Evrópusæti og hafa Víkingar enn fimm stiga forystu á Val fyrir síðustu þrjár umferðarnar.Slæm umferð fyrir ...... Þór Akureyringar ætluðu sér stærri og betri hluti í Pepsi-deildinni í sumar. En Þórsarar komust aldrei almennilega á skrið og Chuck, sem var missti af upphafi mótsins vegna meiðsla, hefur enn ekki skorað á tímabilinu.... Keflavík og Fram Af liðunum sex sem eru enn í fallhættu er staða Keflavíkur og Fram hvað verst. Keflavík hefur ekki unnið í tíu deildarleikjum í röð og Fram, sem nú situr í fallsæti, mætir FH og Stjörnunni á útivelli í næstu tveimur umferðum. FH og Stjarnan hafa sem fyrr segir ekki enn tapað leik á tímabilinu.... Valdimar Pálsson Dæmdi leik ÍBV og Breiðabliks í Vestmannaeyjum og voru þjálfarar beggja liða sammála um að Valdimar hafi átt slæman dag. Margar ákvarðanir hans vöktu athygli og var augljós pirringur í leikmönnum liðanna vegna frammistöðu hans.Vísir/ErnirTölfræðin: - Stjarnan er búið að vinna 6 af síðustu 7 leikjum sínum í Pepsi-deildinni. - Ingvar Jónsson hélt marki Stjörnunnar hreinu í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni síðan á móti Víkingum 12. maí. - Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson er búinn að fá 11 gul spjöld í Pepsi-deildinni í sumar þar af tvisvar sinnum tvö í sama leiknum. - Stjörnumenn eru búnir að skora fimm mörk í uppbótartíma í Pepsi-deildinni í sumar, 1 í fyrri og 4 í seinni. - Stjörnumenn hafa skorað tvö mörk eða fleiri í 12 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. - 4 af síðustu 5 sigurum Keflvíkinga hafa komið í Borgunarbikarnum. - KR-ingar eru búnir að vinna þrjá síðustu útileiki sína með markatölunni 10-2. - Stefán Logi Magnússon hélt marki KR hreinu í útileik í fyrsta sinn síðan 18. maí. KR var búið að fá á sig mark í 6 útileikjum í röð í Pepsi-deildinni. ' - KR er ekki búið að fá á sig mark í fyrri hálfleik í fimm leikjum í röð. - Fylkismenn töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðan á móti FH 27.júlí. - Öll 3 mörk Arons Bjarka Jósepssonar í sumar hafa komið í fyrri hálfleik og hann er markahæstur hjá KR í fyrri hálfleik ásamt Gary Martin. - FH varð fyrsta liðið í sögu efstu deildar sem fer taplaust í gegnum fyrstu 18 deildarleiki sína á tímabili. - Síðustu 10 mörk FH-inga í Pepsi-deildinni hafa komið í seinni hálfleik. - FH-ingar eru núna búnir að vinna öll lið Pepsi-deildarinnar nema Stjörnuna (2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna). - Kassim Doumbia varð fjórði FH-ingurinn sem nær að skora tvö mörk í einum leik í Pepsi-deildinni í sumar. (Kristján Gauti, Atli Guðna, Lennon) - Þórsarar er ekki búnir að skora í síðustu 3 leikjum sínum og hafa nú beðið í 320 mínútur eftir marki í Pepsi-deildinni. - Þór er búið að tapa sjö leikjum í röð sem er versta taphrina liðsins í efstu deild síðan 1977. - Pape Mamadou Faye er búinn að skora 7 mörk í 8 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. - Valsmenn voru búnir að vinna (4) eða tapa (7) í 11 síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. - Valsmenn hafa ekki unnið útileik á höfuðborgarsvæðinu síðan á móti KR í fyrstu umferð (3 jafntefli, 3 töp). - 11 af síðuustu 16 mörkum Valsmanna í Pepsi-deildinni hafa verið skoruð í fyrri hálfleik. - Breiðablik er fyrsta félagið í efstu deild sem gerir 12 jafntefli á einu tímabili. - Blikar gerðu jafntefli í þriðja leiknum í röð og í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. - Breiðablik hefur ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum sínum (1 sigur, 6 jafntefli) - Áttunda 1-1 jafntefli Blika á tímabilinu. Þeir hafa jafnað metin í 4 þessara leikja. - Eyjamenn hafa náð í stig í síðustu 5 heimaleikjum sínum (3 sigrar, 2 jafntefli). - Jonathan Glenn skoraði ekki á Hásteinsvellinum í fyrsta sinn síðan 22. maí en hann var búinn að skora í 6 heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni. - Breiðablik hefur náð í stig í 8 af 10 útileikjum sínum í sumar en þó aðeins unnið 1 þeirra.Vísir/ErnirSkemmtilegir punktar úr BoltavaktinniAnton Ingi Leifsson á Samsung-vellinum: Haukur Einarsson vallarþulur er með alvöru sögustund hérna í blaðamannastúkunni og blaðamenn hlusta vel og innilega.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli: Uppleggið hjá Val gæti hafa verið; spörkum Aron Elís út úr leiknum. Það í það minnsta mikið sparkað í hann. Nú veit hann hvernig Maradona leið.Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: Held að dómarinn hafi beðið eftir hálfleiknum mest af öllum. Verið arfaslakur fyrir bæði lið.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Þórir Guðjónsson, Fjölni - 8 Gary Martin, KR - 8 Baldur Sigurðsson, KR - 8 Kassim Doumbia, FH - 8 Halldór Arnarsson, Fram - 2 Ingiberg Ólafur Jónsson, Fram - 2Umræðan #Pepsi365Emil Atla hefði mótmælt ef það hefði verið snerting, hann klúðraði bara. #klúðurársins #pepsi365— Birkir Arnarsson (@Birkir_A) September 14, 2014 Það er bara eitt lið í Laugardalnum sem vill vera áfram í Pepsi og það er Fjölnir! #fotboltinet #pepsi365— Ómar Örn Ólafsson (@omardiego) September 15, 2014 Sá ekki alveg á þessum brotum að hann hafi verið tæklaður út úr leiknum... #pepsi365 sammála @hjorvarhaflida...þekkt í öllum íþr.— Gunnlaugur Smárason (@gullismara) September 14, 2014 Mótanefnd KSÍ ákveður liti liðanna fyrir hvern leik í Pepsideild ! Ekki dómarinn ! #Pepsi365 #fotboltinet— Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) September 14, 2014 Ég er að spá í að sleppa Pepsimörkunum í kvöld, það gerðist ekkert í þessari umferð #enginnsegir #pepsi365— Haraldur Hróðmarsson (@HalliHrodmars) September 14, 2014 Atvik 19. umferðar Mark 19. umferðar Markasyrpa úr 19. umferð Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Nítjándu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus á toppi deildarinnar og stefnir því enn í hreinan úrslitaleik liðanna um titilinn í lokaumferð tímabilsins. Þór féll og sex lið eru í þéttum pakka þar fyrir ofan. Útlitið er dökkt hjá Fram eftir tap gegn Fjölni í gær en liðið á erfiða leiki eftir. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - Breiðablik 1-1Fylkir - KR 0-4Þór - FH 0-2Víkingur - Valur 1-1Stjarnan - Keflavík 2-0Fram - Fjölnir 1-3Vísir/StefánGóð umferð fyrir ...... Ágúst Gylfason Fjölnismenn hafa ekki unnið marga leiki í sumar og aðeins einn síðan í 2. umferð fyrir leikinn mikilvæga gegn Fram í gær. En Ágúst og lærisveinar hans úr Grafarvoginum völdu rétta leikinn til að sækja þrjú stig því með 3-1 sigri á Fram komst liðið upp í níunda sæti deildarinnar. Sigurinn gefur liðinu sjálfstraust fyrir lokasprett tímabilsins.... Kassim Doumbia Malímaðurinn öflugi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri FH á Þór en Hafnfirðingar héldu þar með sínu striki á toppnum. Enn og aftur sýndi hann styrk sinn en Doumbia hefur átt frábært tímabil. Skyldi engan undra að erlend lið séu að kíkja á þennan sterka miðvörð.... Víkinga Þó svo að þeir svörtu og rauðu hafi kvartað sáran undan þeirri meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk máttu þeir vera sáttir við stigið sem þeir fengu gegn Val í vikunni. Þetta var lykilstig í baráttunni um Evrópusæti og hafa Víkingar enn fimm stiga forystu á Val fyrir síðustu þrjár umferðarnar.Slæm umferð fyrir ...... Þór Akureyringar ætluðu sér stærri og betri hluti í Pepsi-deildinni í sumar. En Þórsarar komust aldrei almennilega á skrið og Chuck, sem var missti af upphafi mótsins vegna meiðsla, hefur enn ekki skorað á tímabilinu.... Keflavík og Fram Af liðunum sex sem eru enn í fallhættu er staða Keflavíkur og Fram hvað verst. Keflavík hefur ekki unnið í tíu deildarleikjum í röð og Fram, sem nú situr í fallsæti, mætir FH og Stjörnunni á útivelli í næstu tveimur umferðum. FH og Stjarnan hafa sem fyrr segir ekki enn tapað leik á tímabilinu.... Valdimar Pálsson Dæmdi leik ÍBV og Breiðabliks í Vestmannaeyjum og voru þjálfarar beggja liða sammála um að Valdimar hafi átt slæman dag. Margar ákvarðanir hans vöktu athygli og var augljós pirringur í leikmönnum liðanna vegna frammistöðu hans.Vísir/ErnirTölfræðin: - Stjarnan er búið að vinna 6 af síðustu 7 leikjum sínum í Pepsi-deildinni. - Ingvar Jónsson hélt marki Stjörnunnar hreinu í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni síðan á móti Víkingum 12. maí. - Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson er búinn að fá 11 gul spjöld í Pepsi-deildinni í sumar þar af tvisvar sinnum tvö í sama leiknum. - Stjörnumenn eru búnir að skora fimm mörk í uppbótartíma í Pepsi-deildinni í sumar, 1 í fyrri og 4 í seinni. - Stjörnumenn hafa skorað tvö mörk eða fleiri í 12 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. - 4 af síðustu 5 sigurum Keflvíkinga hafa komið í Borgunarbikarnum. - KR-ingar eru búnir að vinna þrjá síðustu útileiki sína með markatölunni 10-2. - Stefán Logi Magnússon hélt marki KR hreinu í útileik í fyrsta sinn síðan 18. maí. KR var búið að fá á sig mark í 6 útileikjum í röð í Pepsi-deildinni. ' - KR er ekki búið að fá á sig mark í fyrri hálfleik í fimm leikjum í röð. - Fylkismenn töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðan á móti FH 27.júlí. - Öll 3 mörk Arons Bjarka Jósepssonar í sumar hafa komið í fyrri hálfleik og hann er markahæstur hjá KR í fyrri hálfleik ásamt Gary Martin. - FH varð fyrsta liðið í sögu efstu deildar sem fer taplaust í gegnum fyrstu 18 deildarleiki sína á tímabili. - Síðustu 10 mörk FH-inga í Pepsi-deildinni hafa komið í seinni hálfleik. - FH-ingar eru núna búnir að vinna öll lið Pepsi-deildarinnar nema Stjörnuna (2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna). - Kassim Doumbia varð fjórði FH-ingurinn sem nær að skora tvö mörk í einum leik í Pepsi-deildinni í sumar. (Kristján Gauti, Atli Guðna, Lennon) - Þórsarar er ekki búnir að skora í síðustu 3 leikjum sínum og hafa nú beðið í 320 mínútur eftir marki í Pepsi-deildinni. - Þór er búið að tapa sjö leikjum í röð sem er versta taphrina liðsins í efstu deild síðan 1977. - Pape Mamadou Faye er búinn að skora 7 mörk í 8 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. - Valsmenn voru búnir að vinna (4) eða tapa (7) í 11 síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. - Valsmenn hafa ekki unnið útileik á höfuðborgarsvæðinu síðan á móti KR í fyrstu umferð (3 jafntefli, 3 töp). - 11 af síðuustu 16 mörkum Valsmanna í Pepsi-deildinni hafa verið skoruð í fyrri hálfleik. - Breiðablik er fyrsta félagið í efstu deild sem gerir 12 jafntefli á einu tímabili. - Blikar gerðu jafntefli í þriðja leiknum í röð og í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. - Breiðablik hefur ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum sínum (1 sigur, 6 jafntefli) - Áttunda 1-1 jafntefli Blika á tímabilinu. Þeir hafa jafnað metin í 4 þessara leikja. - Eyjamenn hafa náð í stig í síðustu 5 heimaleikjum sínum (3 sigrar, 2 jafntefli). - Jonathan Glenn skoraði ekki á Hásteinsvellinum í fyrsta sinn síðan 22. maí en hann var búinn að skora í 6 heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni. - Breiðablik hefur náð í stig í 8 af 10 útileikjum sínum í sumar en þó aðeins unnið 1 þeirra.Vísir/ErnirSkemmtilegir punktar úr BoltavaktinniAnton Ingi Leifsson á Samsung-vellinum: Haukur Einarsson vallarþulur er með alvöru sögustund hérna í blaðamannastúkunni og blaðamenn hlusta vel og innilega.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli: Uppleggið hjá Val gæti hafa verið; spörkum Aron Elís út úr leiknum. Það í það minnsta mikið sparkað í hann. Nú veit hann hvernig Maradona leið.Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: Held að dómarinn hafi beðið eftir hálfleiknum mest af öllum. Verið arfaslakur fyrir bæði lið.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Þórir Guðjónsson, Fjölni - 8 Gary Martin, KR - 8 Baldur Sigurðsson, KR - 8 Kassim Doumbia, FH - 8 Halldór Arnarsson, Fram - 2 Ingiberg Ólafur Jónsson, Fram - 2Umræðan #Pepsi365Emil Atla hefði mótmælt ef það hefði verið snerting, hann klúðraði bara. #klúðurársins #pepsi365— Birkir Arnarsson (@Birkir_A) September 14, 2014 Það er bara eitt lið í Laugardalnum sem vill vera áfram í Pepsi og það er Fjölnir! #fotboltinet #pepsi365— Ómar Örn Ólafsson (@omardiego) September 15, 2014 Sá ekki alveg á þessum brotum að hann hafi verið tæklaður út úr leiknum... #pepsi365 sammála @hjorvarhaflida...þekkt í öllum íþr.— Gunnlaugur Smárason (@gullismara) September 14, 2014 Mótanefnd KSÍ ákveður liti liðanna fyrir hvern leik í Pepsideild ! Ekki dómarinn ! #Pepsi365 #fotboltinet— Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) September 14, 2014 Ég er að spá í að sleppa Pepsimörkunum í kvöld, það gerðist ekkert í þessari umferð #enginnsegir #pepsi365— Haraldur Hróðmarsson (@HalliHrodmars) September 14, 2014 Atvik 19. umferðar Mark 19. umferðar Markasyrpa úr 19. umferð
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira