Knattspyrnuleikur truflaði leiksýningu leikhópsins Lottu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2014 15:00 Óánægja ríkir meðal foreldra barna sem viðstödd voru leiksýningu hjá leikhópnum Lottu 29. júlí síðastliðinn. Leiksýningin var haldin við Hlégarð í Mosfellsbæ, skammt frá íþróttavelli Aftureldingar við Varmá. Leikur kvennaliðs Aftureldingar í knattspyru gegn Valskonum hófst þar skömmu síðar, eða um klukkustund eftir að leiksýningin hófst. Eins og algengt er hitar heimaliðið upp í takt við tónlist að eigin vali sem spiluð er í hátalarakerfi vallarins. Foreldrar segja mikinn hávaða hafa borist frá íþróttavellinum sem hafði meðal annars mjög truflandi áhrif á sýninguna, eins og myndbandið hér að ofan gefur til kynna. „Margir foreldrar, þar á meðal ég, drógum okkur frá sýningunni til að hringja inn í íþróttahús og biðja um að tónlistin yrði lækkuð. Þau svör sem ég og aðrir fengu í gegnum starfsmenn íþróttahússins frá meistaraflokksráði kvenna voru að tónlistin yrði ekki lækkuð, ef þetta truflaði leiksýninguna væri bara hægt að fresta sýningunni,“ segir í pósti sem ósátt foreldri sendi meðal annars til formanns Aftureldingar, framkvæmdastjóra KSÍ og bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Þar er jafnframt bent á að í kjölfarið hafi nokkrir foreldrar barna á sýningunni farið og krafist svara frá forráðamönnum meistaraflokks kvenna og fengið þar sömu svör: tónlistin yrði ekki lækkuð.Ingólfur Garðarsson.mynd/aftureldingMisskilningur af hálfu bæjarins Ingólfur Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, segir málið enn ekki hafa borist á sitt borð. Þetta hafi að öllum líkindum verið misskilningur af hálfu bæjarins sem skipuleggur viðburði sem þessa. „Þetta er náttúrulega leikhópur sem bærinn fær til að skemmta, geri ég ráð fyrir. Bærinn veit hvaða viðburðir eru í bænum á hverju tímabili enda spilum við á mannvirki bæjarins. Þetta er vettvangur bæjarins að stilla upp atburðum þannig að það trufli ekki hvort annað,“ segir Ingólfur. Það sama segir Hallur Birgisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna. Atvikið sé vissulega leiðinlegt en skipulagningin sé alfarið í höndum bæjarins. „Þetta hefur komið fyrir áður, í fyrra eða hitteðfyrra. Það er löngu ákveðið hvenær leikir eru. Þarna hefur bara eitthvað klikkað. Þetta er bara misskilningur hjá bænum að setja leiksýningu á sama tíma og leikurinn er. En þetta gerist ekki oftar. Aldrei. Það er alveg auðséð mál,“ segir Hallur.Hallur Birgisson.mynd/aftureldingMálið komið í farveg Málið var lagt fyrir á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 10. september síðastliðinn. Menningarmálanefnd fól þar menningarmálasviði að vinna að málinu og er það enn í vinnslu. Eins og sjá má á myndbandinu að ofan var hávaðinn nokkur, en að sögn foreldris sem Vísir náði tali af, áttu börnin þess kost að sjá leiksýninguna skömmu síðar á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, án nokkurra truflana. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Óánægja ríkir meðal foreldra barna sem viðstödd voru leiksýningu hjá leikhópnum Lottu 29. júlí síðastliðinn. Leiksýningin var haldin við Hlégarð í Mosfellsbæ, skammt frá íþróttavelli Aftureldingar við Varmá. Leikur kvennaliðs Aftureldingar í knattspyru gegn Valskonum hófst þar skömmu síðar, eða um klukkustund eftir að leiksýningin hófst. Eins og algengt er hitar heimaliðið upp í takt við tónlist að eigin vali sem spiluð er í hátalarakerfi vallarins. Foreldrar segja mikinn hávaða hafa borist frá íþróttavellinum sem hafði meðal annars mjög truflandi áhrif á sýninguna, eins og myndbandið hér að ofan gefur til kynna. „Margir foreldrar, þar á meðal ég, drógum okkur frá sýningunni til að hringja inn í íþróttahús og biðja um að tónlistin yrði lækkuð. Þau svör sem ég og aðrir fengu í gegnum starfsmenn íþróttahússins frá meistaraflokksráði kvenna voru að tónlistin yrði ekki lækkuð, ef þetta truflaði leiksýninguna væri bara hægt að fresta sýningunni,“ segir í pósti sem ósátt foreldri sendi meðal annars til formanns Aftureldingar, framkvæmdastjóra KSÍ og bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Þar er jafnframt bent á að í kjölfarið hafi nokkrir foreldrar barna á sýningunni farið og krafist svara frá forráðamönnum meistaraflokks kvenna og fengið þar sömu svör: tónlistin yrði ekki lækkuð.Ingólfur Garðarsson.mynd/aftureldingMisskilningur af hálfu bæjarins Ingólfur Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, segir málið enn ekki hafa borist á sitt borð. Þetta hafi að öllum líkindum verið misskilningur af hálfu bæjarins sem skipuleggur viðburði sem þessa. „Þetta er náttúrulega leikhópur sem bærinn fær til að skemmta, geri ég ráð fyrir. Bærinn veit hvaða viðburðir eru í bænum á hverju tímabili enda spilum við á mannvirki bæjarins. Þetta er vettvangur bæjarins að stilla upp atburðum þannig að það trufli ekki hvort annað,“ segir Ingólfur. Það sama segir Hallur Birgisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna. Atvikið sé vissulega leiðinlegt en skipulagningin sé alfarið í höndum bæjarins. „Þetta hefur komið fyrir áður, í fyrra eða hitteðfyrra. Það er löngu ákveðið hvenær leikir eru. Þarna hefur bara eitthvað klikkað. Þetta er bara misskilningur hjá bænum að setja leiksýningu á sama tíma og leikurinn er. En þetta gerist ekki oftar. Aldrei. Það er alveg auðséð mál,“ segir Hallur.Hallur Birgisson.mynd/aftureldingMálið komið í farveg Málið var lagt fyrir á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 10. september síðastliðinn. Menningarmálanefnd fól þar menningarmálasviði að vinna að málinu og er það enn í vinnslu. Eins og sjá má á myndbandinu að ofan var hávaðinn nokkur, en að sögn foreldris sem Vísir náði tali af, áttu börnin þess kost að sjá leiksýninguna skömmu síðar á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, án nokkurra truflana.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira