Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - KR 1-1 | Stórmeistarajafntefli í Hafnarfirði Ingvi Þór Sæmundsson á Kaplakrikavelli skrifar 18. september 2014 15:33 Atli Guðnason sækir að marki, en Gunnar Þór Gunnarsson er til varnar. Vísir/Stefán FH og KR skildu jöfn með einu marki gegn einu í stórleik á Kaplakrikavelli í dag. Atli Guðnason kom FH yfir um miðjan seinni hálfleikinn, en Gary Martin jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Á sama tíma vann Stjarnan 0-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum og jafnaði FH þar með að stigum á toppi Pepsi-deildarinnar. Bæði lið eru með 45 stig þegar 19 leikjum er lokið, en FH situr í toppsætinu sökum hagstæðari markatölu. Það stefnir því allt í hreinan úrslitaleik milli FH og Stjörnunnar í Kaplakrika í lokaumferð deildarinnar. Þetta var ekki besti leikur þessara liða sem hafa svo oft boðið upp á frábæra leiki síðustu árin, en úrslitin voru líklega sanngjörn þótt FH-ingar séu eflaust súrir að hafa fengið á sig jöfnunarmark undir lokin. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri aðilinn. Atli Guðnason var mjög líflegur fyrir aftan Steven Lennon og var duglegur að koma sér í góðar stöður. Lennon skaut framhjá úr ágætis stöðu eftir sjö mínútna leik og mínútu síðar skallaði Ingimundur Níels Óskarsson beint á Stefán Loga Magnússon eftir fyrirgjöf Atla. Á 14. mínútu átti sér stað undarlegt atvik. Ólafur Páll Snorrason tók hornspyrnu. Stefán Logi greip boltann en virtist svo missa hann inn í markið undir pressu frá FH-ingum. Bryngeir Valdimarsson, aðstoðardómari, dæmdi mark, en dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, breytti þeim dóma og dæmdi að lokum aukaspyrnu á FH-inga eftir nokkra reikistefnu. Eftir þetta atvik náðu KR-ingar betri tökum á leiknum og Emil Atlason var í tvígang nálægt því að skora með tveggja mínútna millibili. Fyrst átti hann skalla yfir mark FH eftir frábæra fyrirgjöf Guðmundar Reynis Gunnarssonar og svo skot framhjá eftir góða skyndisókn KR.Emil Atlason með tilburði í Krikanum.vísir/stefánAnnars var sóknarleikur KR ekki góður í leiknum og munaði þar miklu um að lykilmenn á borð við Baldur Sigurðsson og Óskar Örn Hauksson náðu sér ekki á strik. Varnarleikur FH var, eins og svo oft áður í sumar, mjög öflugur með Pétur Viðarsson sem besta mann, en hann hefur átt sitt langbesta tímabil á ferlinum í ár. Staðan var markalaus í hálfleik og allt fram á 65. mínútu þegar Atli Guðnason kom FH yfir. Ólafur Páll tók hornspyrnu frá hægri, boltinn barst til Lennon sem átti skot af stuttu færi sem Stefán Logi varði. Boltinn fór hins vegar í Guðmund Reyni og beint fyrir fætur Atla sem skoraði sitt sjötta deildarmark í sumar. Það benti fátt til þess að KR myndi ná að jafna leikinn næstu mínútur. Varnarleikur FH var sterkur og sóknarleikur KR-inga hugmyndasnauður. En þegar sjö mínútur voru til leiksloka jafnaði Gary Martin metin eftir markspyrnu Stefáns Loga. Boltinn fór yfir Davíð Þór Viðarsson, líkt og Kassim Doumbia sem misreiknaði flug boltans illlega. Þetta nýtti Martin sér, lagði boltann fyrir sig og kláraði færið glæsilega framhjá Róberti Erni Óskarssyni í marki FH. Við þetta efldust KR-ingar og þeir voru líklegri aðilinn það sem eftir lifði leiks. Þeir náðu þó ekki að skapa sér afgerandi færi og svo fór að liðin skildu jöfn. Með jafnteflinu fór síðasti möguleiki KR-inga á að verja Íslandsmeistaratitilinn. Sá möguleiki var mjög fjarlægur fyrir leikinn og líklega er nokkuð síðan KR-ingar sættu sig við þá stöðu. En það var aldrei möguleiki á að Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans myndu láta valta yfir sig, og hvað þá gegn FH. Til þess er of mikið stolt í liðinu. Það dugði þó aðeins til eins stigs í dag.Steven Lennon með Atla Sigurjónsson á eftir sér.vísir/stefánHeimir: Gáfum fá færi á okkur „Mér fannst vera forsendur fyrir því að gera betur í seinni hálfleik. Við vorum mjög skipulagðir, gáfum fá færi á okkur og skoruðum gott mark. Við vorum svo alltaf líklegir í föstum leikatriðum,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir jafnteflið gegn KR í Kaplakrika í dag. Hann sagði að sínir menn hefðu getað gert betur í seinni hálfleik eftir að þeir náðu forystunni. „Við náðum ekki að nýta okkur það þegar KR fór framar og framar með vörnina sína eftir markið og svo gerðum við klaufaleg mistök í jöfnunarmarkinu. Við þurftum ekki að gera jafntefli í þessum leik, en við verðum að sætta okkur við það.“ Heimir var annars ánægður með varnarleik FH fyrir utan jöfnunarmarkið. „Það er dýrt að gera mistök gegn jafn góðu liði og KR er og Martin jafnaði leikinn. Mér fannst þeir ekki skapa sér mörg færi og við náðum að halda þeirra hættulegu sóknarmönnum að mestu í skefjum.“ Heimir sagðist ekki hafa séð atvikið í fyrri hálfleik, þegar FH var dæmt mark sem var síðan tekið af þeim, nógu vel til geta tjáð sig um það. „Ég sá það ekki þar sem ég stóð hvort boltinn var inni eða ekki. En línuvörðurinn dæmdi mark og svo dómarinn sem hætti svo við. Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Heimir, en FH og Stjarnan eru nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Hann segir harða baráttu framundan. „Við þurfum að vera klárir í framhaldið og næst er erfiður leikur gegn Fram sem er í bullandi fallbaráttu.“Guðmundur Reynir Gunnarsson í síðasta leik sínum í Kaplakrika.vísir/stefánRúnar Kristinsson: Leystu þetta ágætlega „Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þetta var mjög jafn og taktískur leikur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn gegn FH í Kaplakrika í dag. „Færin voru ekkert rosalega mörg, en þó einhver. Nýtingin á þeim var ekki góð og bæði mörkin voru slysaleg.“ Rúnar er á því að Þóroddur Hjaltalín hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti við að gefa FH-ingum mark snemma í fyrri hálfleik. „Ég var allan tímann nokkuð rólegur, því mér fannst vera brotið á Stefáni (Loga Magnússyni). Ég hélt alltaf að dómarinn væri að dæma aukaspyrnu þegar hann benti fram. „En síðan sé ég línuvörðinn hlaupa fram og við urðum mjög hissa, en þeir leystu þetta ágætlega. Það er gott að þeir skyldu vera með kalltæki í eyrunum og gætu talað saman og mér fannst frábært hjá dómaranum að ráðfæra sig í staðinn fyrir að festa sig við fyrstu ákvörðun, sem var kannski röng. Þeir fundu lausn á þessu og ég vona að hún hafi verið rétt.“ Rúnar var ánægður með hvernig hans menn kláruðu leikinn, en KR var líklegri aðilinn undir lokin. „Við þurftum að fara fram og sækja því FH var komið yfir. Við gerðum taktískar breytingar, fórum í 4-4-2 og settum Emil upp á topp og Baldur út á kant til að reyna að koma leiknum úr því jafnvægi sem hann var í. Ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Rúnar og bætti við: „Við reyndum að vinna í dag, en í því fólst okkar möguleika að vera með í toppbaráttunni. Við sóttum grimmt á þá undir lokin og vorum nær því að stela sigrinum, sem hefði kannski ekki verið sanngjarnt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
FH og KR skildu jöfn með einu marki gegn einu í stórleik á Kaplakrikavelli í dag. Atli Guðnason kom FH yfir um miðjan seinni hálfleikinn, en Gary Martin jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Á sama tíma vann Stjarnan 0-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum og jafnaði FH þar með að stigum á toppi Pepsi-deildarinnar. Bæði lið eru með 45 stig þegar 19 leikjum er lokið, en FH situr í toppsætinu sökum hagstæðari markatölu. Það stefnir því allt í hreinan úrslitaleik milli FH og Stjörnunnar í Kaplakrika í lokaumferð deildarinnar. Þetta var ekki besti leikur þessara liða sem hafa svo oft boðið upp á frábæra leiki síðustu árin, en úrslitin voru líklega sanngjörn þótt FH-ingar séu eflaust súrir að hafa fengið á sig jöfnunarmark undir lokin. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri aðilinn. Atli Guðnason var mjög líflegur fyrir aftan Steven Lennon og var duglegur að koma sér í góðar stöður. Lennon skaut framhjá úr ágætis stöðu eftir sjö mínútna leik og mínútu síðar skallaði Ingimundur Níels Óskarsson beint á Stefán Loga Magnússon eftir fyrirgjöf Atla. Á 14. mínútu átti sér stað undarlegt atvik. Ólafur Páll Snorrason tók hornspyrnu. Stefán Logi greip boltann en virtist svo missa hann inn í markið undir pressu frá FH-ingum. Bryngeir Valdimarsson, aðstoðardómari, dæmdi mark, en dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, breytti þeim dóma og dæmdi að lokum aukaspyrnu á FH-inga eftir nokkra reikistefnu. Eftir þetta atvik náðu KR-ingar betri tökum á leiknum og Emil Atlason var í tvígang nálægt því að skora með tveggja mínútna millibili. Fyrst átti hann skalla yfir mark FH eftir frábæra fyrirgjöf Guðmundar Reynis Gunnarssonar og svo skot framhjá eftir góða skyndisókn KR.Emil Atlason með tilburði í Krikanum.vísir/stefánAnnars var sóknarleikur KR ekki góður í leiknum og munaði þar miklu um að lykilmenn á borð við Baldur Sigurðsson og Óskar Örn Hauksson náðu sér ekki á strik. Varnarleikur FH var, eins og svo oft áður í sumar, mjög öflugur með Pétur Viðarsson sem besta mann, en hann hefur átt sitt langbesta tímabil á ferlinum í ár. Staðan var markalaus í hálfleik og allt fram á 65. mínútu þegar Atli Guðnason kom FH yfir. Ólafur Páll tók hornspyrnu frá hægri, boltinn barst til Lennon sem átti skot af stuttu færi sem Stefán Logi varði. Boltinn fór hins vegar í Guðmund Reyni og beint fyrir fætur Atla sem skoraði sitt sjötta deildarmark í sumar. Það benti fátt til þess að KR myndi ná að jafna leikinn næstu mínútur. Varnarleikur FH var sterkur og sóknarleikur KR-inga hugmyndasnauður. En þegar sjö mínútur voru til leiksloka jafnaði Gary Martin metin eftir markspyrnu Stefáns Loga. Boltinn fór yfir Davíð Þór Viðarsson, líkt og Kassim Doumbia sem misreiknaði flug boltans illlega. Þetta nýtti Martin sér, lagði boltann fyrir sig og kláraði færið glæsilega framhjá Róberti Erni Óskarssyni í marki FH. Við þetta efldust KR-ingar og þeir voru líklegri aðilinn það sem eftir lifði leiks. Þeir náðu þó ekki að skapa sér afgerandi færi og svo fór að liðin skildu jöfn. Með jafnteflinu fór síðasti möguleiki KR-inga á að verja Íslandsmeistaratitilinn. Sá möguleiki var mjög fjarlægur fyrir leikinn og líklega er nokkuð síðan KR-ingar sættu sig við þá stöðu. En það var aldrei möguleiki á að Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans myndu láta valta yfir sig, og hvað þá gegn FH. Til þess er of mikið stolt í liðinu. Það dugði þó aðeins til eins stigs í dag.Steven Lennon með Atla Sigurjónsson á eftir sér.vísir/stefánHeimir: Gáfum fá færi á okkur „Mér fannst vera forsendur fyrir því að gera betur í seinni hálfleik. Við vorum mjög skipulagðir, gáfum fá færi á okkur og skoruðum gott mark. Við vorum svo alltaf líklegir í föstum leikatriðum,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir jafnteflið gegn KR í Kaplakrika í dag. Hann sagði að sínir menn hefðu getað gert betur í seinni hálfleik eftir að þeir náðu forystunni. „Við náðum ekki að nýta okkur það þegar KR fór framar og framar með vörnina sína eftir markið og svo gerðum við klaufaleg mistök í jöfnunarmarkinu. Við þurftum ekki að gera jafntefli í þessum leik, en við verðum að sætta okkur við það.“ Heimir var annars ánægður með varnarleik FH fyrir utan jöfnunarmarkið. „Það er dýrt að gera mistök gegn jafn góðu liði og KR er og Martin jafnaði leikinn. Mér fannst þeir ekki skapa sér mörg færi og við náðum að halda þeirra hættulegu sóknarmönnum að mestu í skefjum.“ Heimir sagðist ekki hafa séð atvikið í fyrri hálfleik, þegar FH var dæmt mark sem var síðan tekið af þeim, nógu vel til geta tjáð sig um það. „Ég sá það ekki þar sem ég stóð hvort boltinn var inni eða ekki. En línuvörðurinn dæmdi mark og svo dómarinn sem hætti svo við. Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Heimir, en FH og Stjarnan eru nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Hann segir harða baráttu framundan. „Við þurfum að vera klárir í framhaldið og næst er erfiður leikur gegn Fram sem er í bullandi fallbaráttu.“Guðmundur Reynir Gunnarsson í síðasta leik sínum í Kaplakrika.vísir/stefánRúnar Kristinsson: Leystu þetta ágætlega „Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þetta var mjög jafn og taktískur leikur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn gegn FH í Kaplakrika í dag. „Færin voru ekkert rosalega mörg, en þó einhver. Nýtingin á þeim var ekki góð og bæði mörkin voru slysaleg.“ Rúnar er á því að Þóroddur Hjaltalín hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti við að gefa FH-ingum mark snemma í fyrri hálfleik. „Ég var allan tímann nokkuð rólegur, því mér fannst vera brotið á Stefáni (Loga Magnússyni). Ég hélt alltaf að dómarinn væri að dæma aukaspyrnu þegar hann benti fram. „En síðan sé ég línuvörðinn hlaupa fram og við urðum mjög hissa, en þeir leystu þetta ágætlega. Það er gott að þeir skyldu vera með kalltæki í eyrunum og gætu talað saman og mér fannst frábært hjá dómaranum að ráðfæra sig í staðinn fyrir að festa sig við fyrstu ákvörðun, sem var kannski röng. Þeir fundu lausn á þessu og ég vona að hún hafi verið rétt.“ Rúnar var ánægður með hvernig hans menn kláruðu leikinn, en KR var líklegri aðilinn undir lokin. „Við þurftum að fara fram og sækja því FH var komið yfir. Við gerðum taktískar breytingar, fórum í 4-4-2 og settum Emil upp á topp og Baldur út á kant til að reyna að koma leiknum úr því jafnvægi sem hann var í. Ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Rúnar og bætti við: „Við reyndum að vinna í dag, en í því fólst okkar möguleika að vera með í toppbaráttunni. Við sóttum grimmt á þá undir lokin og vorum nær því að stela sigrinum, sem hefði kannski ekki verið sanngjarnt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira