Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Stjarnan 0-1 | Ingvar bjargaði Garðbæingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli skrifar 18. september 2014 15:37 Rolf Toft og Igor Taskovic eigast við í Víkinni í kvöld. Vísir/Valli Stórleikur Ingvars Jónssonar í marki Stjörnunnar sá til þess að Garðbæingar tylltu sér upp að hlið FH á toppi Pepsi-deildar karla. Rolf Toft skoraði sigurmark Stjörnunnar strax á níundu mínútu en þrátt fyrir mikinn ágang heimamanna í fyrri hálfleik náðu þeir ekki að komast fram hjá Ingvari. Síðari hálfleikurinn var öllu rólegri en það færðist mikið fjör í leikinn þegar lítið var eftir. Bæði lið fengu hættuleg færi og heimamenn missti Alan Lowing af velli með rautt spjald þegar hann braut á manni sem var að sleppa í gegn. Stjarnan er nú með 45 stig, rétt eins og FH sem gerði 1-1 jafntefli við KR í kvöld. Það sér því fram á spennandi lokasprett í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Gestirnir komust yfir strax á níundu mínútu með afar snarpri sókn. Boltinn gekk hratt manna á milli og Víkingar sváfu á verðinum. Ólafur Karl komst á hörkusprett og lagði boltann á Toft sem skoraði af stuttu færi. Víkingar höfðu byrjað vel í leiknum og létu þetta ekki slá sig af laginu. Heimamenn stjórnuðu miðjuspilunu og gekk vel að skapa sér færi. Bakverðirnir voru einnig duglegir að koma fram, ógna og þjónusta Ivanov frammi. En langflestar aðgerðir stoppuðu á einum manni, markverðinum Ingvari Jónssyni. Hann varði fimm skot í fyrri hálfleik, hvert öðru glæsilegra. Langbesta færið fékk Michael Abnett þegar hann skaut beint á Ingvar af stuttu færi eftir að hafa fylgt eftir aukaspyrnu sem var varin. Stjörnumenn ógnuðu lítið í fyrri hálfleik eftir markið og gátu því prísað sig sæla að hafa haldið forystunni þegar gengið var til búningsklefa. Snemma í síðari hálfleik meiddist Iliyan Garov, miðvörður Víkinga, á hné og þurfti að fara af velli. Við það þurfti Igor Taskovic að færa sig niður í vörnina af miðjunni. Við það misstu Víkingar undirtökin í miðjubaráttunni og var mun meira jafnræði með liðunum eftir það. Þeim gekk báðum illa að skapa sér færi þar til á lokamínútum leiksins, er leikurinn opnaðist skyndilega upp á gátt. Dofri átti skot í stöng en Stjörnumenn komust þá skyndilega fram. Varamaðurinn Heiðar Ægisson var að sleppa í gegn þegar Alan Lowing braut á honum og uppskar beint rautt spjald. Veigar Páll fékk svo frábært færi í uppbótartíma til að gera út um leikinn en sem betur fer fyrir hann kom það ekki að sök. Stjörnumenn héngu á 1-0 forystunni og tryggðu sér þar með dýrmæt stig í toppbaráttunni.Rúnar Páll: Þetta var ekki fallegt Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að það hafi verið heppnisstimpill á sigri hans manna í kvöld. „Þeir fengu mörg góð færi og við vorum heppnir að fá ekki mark á okkur. Þetta var ekki fallegt en við fengum þrjú mikilvæg stig,“ sagði þjálfarinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur enda að spila gegn hrikalega góðu liði. Við náðum ágætiskafla eftir markið en fljótlega tóku Víkingarnir yfir leikinn og sköpuðu sér fullt af góðum færum.“ Hann segir að Arnar Már hafi komið af velli vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég ætlaði reyndar að gera aðra skiptingu þar sem ég var ekki nógu ánægður með varnarvinnuna okkar en þetta kom svo sem ágætlega út eftir skiptinguna.“ „Heilt yfir vorum við hálf sofandi eftir markið okkar. Ég tel reyndar að markið sem Veigar skoraði hefði átt að standa þar sem hann var ekki rangstæður, heldur Rolf.“ „En við áttum ekki okkar besta leik. Ingvar varði nokkrum sinnum vel í fyrri hálfleik og það breytti miklu.“ Stjarnan og FH eru nú jöfn að stigum á toppnum en Rúnar Páll ætlar að halda sínum mönnum á jörðinni. „Næsti leikur er gegn FJölni og við gefum allt í hann.Ingvar: Okkar slakasti leikur í sumar Stjörnumenn eru enn ósigraðir í Pepsi-deildinni í sumar en Ingvar Jónsson, markvörður, segir að leikurinn gegn Víkingum í kvöld hafi verið sá slakasti í sumar. „Þetta var bara eins og á góðri skotæfingu. Við mættum einfaldlega hrikalega illa stemmdir í þennan leik og veit ég ekki ástæðuna fyrir því,“ sagði Ingvar. „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar en það gekk vel hjá mér í dag. Ég er líka ánægður með að hafa haldið hreinu í öðrum leiknum í röð.“ „Annars skil ég ekki hvað klikkaði. Þeir yfirspiluðu okkur um tíma í fyrri hálfleik og voru sterkari aðilinn. Vonandi má kalla þetta meistaraheppni, þó svo að það sé enn langt í land í toppbaráttunni.“ „Ég reyni annars sem minnst að hugsa um titilinn. Ef við vinnum næstu tvo leiki verður úrslitaleikur um titilinn. Ég er bara að hugsa um að vinna næsta leik.“Ólafur: Guð almáttugur gerir þetta ekki fyrir okkur „Ég er auðvitað drullufúll með að tapa þessum leik. Við áttum meira skilið,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við sköpuðum okkur fullt af færum og gefum þeim svo auðveld færi þar að auki. Við vorum sjálfum okkur verstir. Stjarnan skoraði úr fyrstu sókninni sinni í leiknum og menn voru einfaldlega ekki vaknaðir þá.“ Víkingar fengu sem fyrr færi mörg góð færi til að skora í kvöld. „Oft vill það verða þannig að þegar menn fá of góð færi þá slaknar á einbeitingunni. En það er einmitt gallinn og það er það sem gerðist í dag.“ Iliyan Garov fór meiddur af velli í sínum fyrsta leik í sumar en Ólafur telur að það hafi þrátt fyrir allt ekki riðlað leik Víkinga mikið. „Ekki neitt sérstaklega. Eitthvað smotterí en við héldum áfram að vera betra liðið á vellinum og skapa okkur færi. Hvað meira getur maður beðið um - Guð almáttugur gerir þetta ekki fyrir okkur, við verðum að gera það sjálfir.“ Hann segir að rauða spjaldið á Lowing hafi verið réttur dómur. „Hann átti frekar að sleppa honum í gegn,“ sagði Ólafur.Dofri: Aulaskapur í okkur Dofri Snorrason segir einstaklega svekkjandi að hafa ekki farið betur með færin sem Víkingar fengu gegn Stjörnunni í kvöld. „Við yfirspiluðum þá algjörlega í fyrri hálfleik en svona er þetta þegar menn nýta ekki færin. Þetta er ekki óheppni heldur aulaskapur,“ sagði Dofri. Michael Abnett fékk besta færi leiksins þegar hann lét verja frá sér af stuttu færi er hann fylgdi eftir skoti sem var varið. „Ég kann ekki skýringu á þessu. Þetta var eini staðurinn á markinu sem hann mátti ekki skjóta á og hann lét Ingvar líta mjög vel út.“ Dofri og félagar hans á Víkingsmiðjunni spiluðu vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. „En því miður telur þetta ekki neitt. Eitt stig hefði gert mjög mikið fyrir okkur. Við erum svo sem ekkert að hugsa of mikið um fjórða sætið - nú eru þrír leikir eftir af sumrinu og við ætlum að njóta þess að spila fótbolta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Stórleikur Ingvars Jónssonar í marki Stjörnunnar sá til þess að Garðbæingar tylltu sér upp að hlið FH á toppi Pepsi-deildar karla. Rolf Toft skoraði sigurmark Stjörnunnar strax á níundu mínútu en þrátt fyrir mikinn ágang heimamanna í fyrri hálfleik náðu þeir ekki að komast fram hjá Ingvari. Síðari hálfleikurinn var öllu rólegri en það færðist mikið fjör í leikinn þegar lítið var eftir. Bæði lið fengu hættuleg færi og heimamenn missti Alan Lowing af velli með rautt spjald þegar hann braut á manni sem var að sleppa í gegn. Stjarnan er nú með 45 stig, rétt eins og FH sem gerði 1-1 jafntefli við KR í kvöld. Það sér því fram á spennandi lokasprett í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Gestirnir komust yfir strax á níundu mínútu með afar snarpri sókn. Boltinn gekk hratt manna á milli og Víkingar sváfu á verðinum. Ólafur Karl komst á hörkusprett og lagði boltann á Toft sem skoraði af stuttu færi. Víkingar höfðu byrjað vel í leiknum og létu þetta ekki slá sig af laginu. Heimamenn stjórnuðu miðjuspilunu og gekk vel að skapa sér færi. Bakverðirnir voru einnig duglegir að koma fram, ógna og þjónusta Ivanov frammi. En langflestar aðgerðir stoppuðu á einum manni, markverðinum Ingvari Jónssyni. Hann varði fimm skot í fyrri hálfleik, hvert öðru glæsilegra. Langbesta færið fékk Michael Abnett þegar hann skaut beint á Ingvar af stuttu færi eftir að hafa fylgt eftir aukaspyrnu sem var varin. Stjörnumenn ógnuðu lítið í fyrri hálfleik eftir markið og gátu því prísað sig sæla að hafa haldið forystunni þegar gengið var til búningsklefa. Snemma í síðari hálfleik meiddist Iliyan Garov, miðvörður Víkinga, á hné og þurfti að fara af velli. Við það þurfti Igor Taskovic að færa sig niður í vörnina af miðjunni. Við það misstu Víkingar undirtökin í miðjubaráttunni og var mun meira jafnræði með liðunum eftir það. Þeim gekk báðum illa að skapa sér færi þar til á lokamínútum leiksins, er leikurinn opnaðist skyndilega upp á gátt. Dofri átti skot í stöng en Stjörnumenn komust þá skyndilega fram. Varamaðurinn Heiðar Ægisson var að sleppa í gegn þegar Alan Lowing braut á honum og uppskar beint rautt spjald. Veigar Páll fékk svo frábært færi í uppbótartíma til að gera út um leikinn en sem betur fer fyrir hann kom það ekki að sök. Stjörnumenn héngu á 1-0 forystunni og tryggðu sér þar með dýrmæt stig í toppbaráttunni.Rúnar Páll: Þetta var ekki fallegt Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að það hafi verið heppnisstimpill á sigri hans manna í kvöld. „Þeir fengu mörg góð færi og við vorum heppnir að fá ekki mark á okkur. Þetta var ekki fallegt en við fengum þrjú mikilvæg stig,“ sagði þjálfarinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur enda að spila gegn hrikalega góðu liði. Við náðum ágætiskafla eftir markið en fljótlega tóku Víkingarnir yfir leikinn og sköpuðu sér fullt af góðum færum.“ Hann segir að Arnar Már hafi komið af velli vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég ætlaði reyndar að gera aðra skiptingu þar sem ég var ekki nógu ánægður með varnarvinnuna okkar en þetta kom svo sem ágætlega út eftir skiptinguna.“ „Heilt yfir vorum við hálf sofandi eftir markið okkar. Ég tel reyndar að markið sem Veigar skoraði hefði átt að standa þar sem hann var ekki rangstæður, heldur Rolf.“ „En við áttum ekki okkar besta leik. Ingvar varði nokkrum sinnum vel í fyrri hálfleik og það breytti miklu.“ Stjarnan og FH eru nú jöfn að stigum á toppnum en Rúnar Páll ætlar að halda sínum mönnum á jörðinni. „Næsti leikur er gegn FJölni og við gefum allt í hann.Ingvar: Okkar slakasti leikur í sumar Stjörnumenn eru enn ósigraðir í Pepsi-deildinni í sumar en Ingvar Jónsson, markvörður, segir að leikurinn gegn Víkingum í kvöld hafi verið sá slakasti í sumar. „Þetta var bara eins og á góðri skotæfingu. Við mættum einfaldlega hrikalega illa stemmdir í þennan leik og veit ég ekki ástæðuna fyrir því,“ sagði Ingvar. „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar en það gekk vel hjá mér í dag. Ég er líka ánægður með að hafa haldið hreinu í öðrum leiknum í röð.“ „Annars skil ég ekki hvað klikkaði. Þeir yfirspiluðu okkur um tíma í fyrri hálfleik og voru sterkari aðilinn. Vonandi má kalla þetta meistaraheppni, þó svo að það sé enn langt í land í toppbaráttunni.“ „Ég reyni annars sem minnst að hugsa um titilinn. Ef við vinnum næstu tvo leiki verður úrslitaleikur um titilinn. Ég er bara að hugsa um að vinna næsta leik.“Ólafur: Guð almáttugur gerir þetta ekki fyrir okkur „Ég er auðvitað drullufúll með að tapa þessum leik. Við áttum meira skilið,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við sköpuðum okkur fullt af færum og gefum þeim svo auðveld færi þar að auki. Við vorum sjálfum okkur verstir. Stjarnan skoraði úr fyrstu sókninni sinni í leiknum og menn voru einfaldlega ekki vaknaðir þá.“ Víkingar fengu sem fyrr færi mörg góð færi til að skora í kvöld. „Oft vill það verða þannig að þegar menn fá of góð færi þá slaknar á einbeitingunni. En það er einmitt gallinn og það er það sem gerðist í dag.“ Iliyan Garov fór meiddur af velli í sínum fyrsta leik í sumar en Ólafur telur að það hafi þrátt fyrir allt ekki riðlað leik Víkinga mikið. „Ekki neitt sérstaklega. Eitthvað smotterí en við héldum áfram að vera betra liðið á vellinum og skapa okkur færi. Hvað meira getur maður beðið um - Guð almáttugur gerir þetta ekki fyrir okkur, við verðum að gera það sjálfir.“ Hann segir að rauða spjaldið á Lowing hafi verið réttur dómur. „Hann átti frekar að sleppa honum í gegn,“ sagði Ólafur.Dofri: Aulaskapur í okkur Dofri Snorrason segir einstaklega svekkjandi að hafa ekki farið betur með færin sem Víkingar fengu gegn Stjörnunni í kvöld. „Við yfirspiluðum þá algjörlega í fyrri hálfleik en svona er þetta þegar menn nýta ekki færin. Þetta er ekki óheppni heldur aulaskapur,“ sagði Dofri. Michael Abnett fékk besta færi leiksins þegar hann lét verja frá sér af stuttu færi er hann fylgdi eftir skoti sem var varið. „Ég kann ekki skýringu á þessu. Þetta var eini staðurinn á markinu sem hann mátti ekki skjóta á og hann lét Ingvar líta mjög vel út.“ Dofri og félagar hans á Víkingsmiðjunni spiluðu vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. „En því miður telur þetta ekki neitt. Eitt stig hefði gert mjög mikið fyrir okkur. Við erum svo sem ekkert að hugsa of mikið um fjórða sætið - nú eru þrír leikir eftir af sumrinu og við ætlum að njóta þess að spila fótbolta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn