Innlent

Flutningaskipið situr sem fastast

Stefán Ó. Jónsson skrifar
 

Flutningaskipið Green Freezer, sem strandaði við bæinn Eyri í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi, er enn á strandstað.

Hætt var við í morgun að draga það og var sett upp flotgirðing í kringum skipið ef mengandi efni skyldu renna frá skipinu sem ekki hefur þó orðið vart við.

Skipið er um fimm þúsund tonn að þyngd er lestað af frosnum sjávarafurðum og með sautján áhafnarmeðlim. Það var á leið inn fjörðinn að sækja aðföng. Meðan beðið var eftir hafnsögumanni kom upp vélarbilun með þeim afleiðingum að skipið hafi bakkað upp í fjöru.

Óákveðið er enn hvort að Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar eða Vöttur, hafnsögubátur Fjarðarbyggðar, dragi það að landi í kvöld eða á morgun. Skipið strandaði aðeins innan við hundrað metra frá landi.

Skipið er stöðugt á strandstað. Allar björgunarsveitir á Austurlandi voru þá kallaðar út, en brátt kom í ljós að lítil olía lak frá skipinu og enginn sjór lak inn í það, en líkur eru á að skrúfa og stýri skipsins séu löskuð.



Uppfært kl:20:30

Árni Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sagði í samtali við Vísi að reynt verður að ná skipinu af strandstað klukkan 23 í kvöld en þá verður háflóð í firðinum.

 

Flutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði.MYND/VESSELFINDER.COM

Tengdar fréttir

Green Freezer enn á strandstað

Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi.

Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu

Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×