Umfjöllun, myndir og viðtöl: Leiknir - Þróttur 2-1 | Breiðhyltingar komnir í Pepsi-deildina Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ghetto Ground skrifar 4. september 2014 15:33 Leikmenn Leiknis fagna sætinu í Pepsi-deildinni. Vísir/Valli Leiknir tryggði sér sæti í Pepsí deild karla á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt 2-1 í 1. deild karla í fótbolta á Leiknisvelli í Breiðholtinu í kvöld.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af fagnaðarlátum Leiknismanna en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Það voru ósvikin fagnarlæti í Breiðholtinu þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka í kvöld og Leiknir tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Vel var mætt á leikinn og heimamenn vel studdir í sólinni í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Leiknir aðeins náð í tvö stig í þremur leikjum og virtist liðið eiga í örlitlum vandræðum með að taka síðasta skrefið í að tryggja sætið í Pepsí deildinni sem er búið að blasa við í nokkrar umferðir. Það tók Leikni um það bil 20 mínútur að hrista þetta stress af sér í kvöld en ekkert gekk hjá liðinu í byrjun leiks. Um leið og taugarnar róuðust náði liðið að halda boltanum betur og lék Leiknir mjög góðan fótbolta síðustu 25 mínútur fyrri hálfleiks og skoraði á þeim kafla tvö virkilega glæsileg mörk.Andri Fannar Stefánsson skoraði fyrra markið með mjög góðu skoti þegar tólf mínútur voru til hálfleiks og Hilmar Árni Halldórsson skoraði seinna markið með frábæru skoti í stöngina og inn með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Leiknir sýndi þá þann leik sem liðið hefur gert í 1. deildinni í vetur og verðuskuldar liðið svo sannarlega sætið í Pepsí deildinni. Liðið er með marga mjög frambærilega leikmenn í sínu liði jafnt í vörn og sókn. Leiknir var 2-0 yfir í hálfleik og héldu margir að úrslitin væru ráðin en Þróttarar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og minnkuðu muninn snemma í seinni hálfleik. Þá lokaði Leiknir vörninni og fékk Þróttur ekki gott færi aftur fyrr en á síðasta andartaki leiksins en gestunum var ekki ætlað að skemma sigurgleðina hjá heimamönnum og Eiríkur Ingi Magnússon náði að henda sér fyrir boltann og tryggja að endingu sigurinn. Leiknir er enn á toppi deildarinnar, nú með 44 stig í 20 leikjum og með tveimur stigum meira en ÍA sem einnig er búið að tryggja sér sæti í Pepsí deildinni að ári. Þróttur er í fjórða sæti með 31 stig. Freyr: Félagið var tæknilega gjaldþrotaFreyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis, var gríðarlega sáttur í leikslok.Vísir/Valgarður„Ég er aðeins að ná áttum. Tilfinningin er gríðarleg gleði og svo finn ég fyrir miklu þakklæti. Ég er svo stoltur af fólkinu hjá félaginu sem hefur verið hér í öll þessi ár og aldrei gefist upp,“ sagði Freyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að það var reynt að þvinga okkur í leggja niður laupana hérna um 2000. Félagið var tæknilega gjaldþrota en það eru foringjar hjá félaginu sem börðust og börðust og nú eigum við í dag þetta glæsilega félagsheimili, gervigras og frábæra velli. Umgjörðin hérna er æðisleg og þetta fólk á svo mikið í þessu. Ég gleðst fyrir þeirra hönd. „Ég hafði trú á því fyrir tveim, þrem umferðum að við myndum klára þetta en aldrei kom sú tilfinning að þetta væri komið fyrr en núna,“ sagði Freyr sem sagði það skipta miklu máli að klára þetta með sigri í stað þess að treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Það hefði verið ömurlegt. Við vildum klára þetta í Ólafsvík en svo fengum við tækifæri í kvöld til að klára þetta sjálfir með sigri. Sigurinn gefur manni svo mikla vímu. „Þetta var frábær dagur, veðrið og ætli það hafi ekki verið um 800 manns á vellinum. Fín stemning og umgjörðin upp á tíu,“ sagði Freyr sem kom stressið í sínu liði í upphafi leiks á óvart. „Þeir lugu að mér strákarnir að þeir væru pollrólegir. Þeir náðu því. Ég trúði að þeir væru með fínt spennustig en þeir voru víraðir. En svo eftir um 20 mínútur þá réðumst við á þá og vorum mjög góðir síðustu 25 í fyrri hálfleik. „Þetta var svo týpískt í seinni hálfleik með allt undir. Við byrjuðum ágætlega en svo þegar þeir skora þá lokuðum við þessu niður og náðum í þessi stig,“ sagði Freyr sem segir leikmenn vera búna að vinna fyrir tækifærinu í Pepsí deildinni að ári. „Þeir eru búnir að vinna fyrir tækifærinu en höfum það hugfast að það fær enginn neitt gefins hérna þó hann sé uppalinn. Menn þurfa að hafa fyrir hlutunum. „Við förum inn í Pepsí deildina með þennan kjarna og munum eflaust bæta við okkur einhverjum styrkingum en það verður aldrei neitt til að tala um þannig séð. Við verðum að halda í okkar. „Það er þessi kjarni, gæðin í klúbbnum og þessi samheldni. Um leið og ég tek það frá þeim þá erum við ekki neitt,“ sagði Freyr að lokum. Ólafur Hrannar: Þetta er fullkominn dagurLeikmenn Leiknis fögnuðu gríðarlega í leikslok.Vísir/Valgarður„Það eru engin orð sem lýsa þessari tilfinningu, þetta er bara snilld. Þetta er fullkominn dagur. Við gátum ekki hugsað okkur betri dag til að klára þetta. Á heimavelli, fyrir framan allt fólkið okkar og klára þetta með sigri,“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. „Þeir komu aðeins aðeins öðruvísi skipulagðir inn í leikinn en við bjuggumst við en við vorum fljótir að aðlagast því og jú vissulega smá skrekkur en við komum okkur í gírinn og fórum að spila okkar bolta. Þá náðum við að klára þetta,“ sagði Ólafur sem lagði upp bæði mörk Leiknis í kvöld. „Andri kom með slummu og það vita allir hversu góður Hilmar Árni er. Hann hefur skorað ófá svona frábær mörk og hann á eftir að skora fleiri. „Það hefur stundum verið eins og við værum að missa niður forskot í sumar en við höfum alltaf náð að þétta og haldið. Það hefur einkennt okkur í sumar að við náum að sigla þessu heim,“ sagði Ólafur sem var mjög ánægður með það hvernig Eiríkur Ingi henti sér fyrir síðasta skot leiksins og tryggði um leið sigurinn. „Sveitamaðurinn Eiríkur sem tók fórnina fyrir þetta. Það voru allir tilbúnir að fórna sér í þetta og klára þetta fyrir liðið. Það einkennir liðið, mikil liðsheild og allir tilbúnir að fórna sér fyrir hvern annan.“ Hallur: Hefðum getað jafnað þetta í blálokinMenn áttu erfitt með að hemja sig í leikslok enda að brjóta blað í sögu félagsins.Vísir/Valgarður„Það er ekki góð tilfinning en þeir unnu okkur og eiga þetta bara skilið,“ sagði Hallur Hallsson fyrirliði Þróttar um að sjá andstæðinginn fagna sæti í Pepsí deildinni að ári. „Fyrstu 20 mínúturnar fannst mér við byrja betur, halda boltanum og ná að spila honum á milli. Svo lentum við í smá brasi. Við héldum boltanum ágætlega en náðum ekki að skapa mikið á síðasta þriðjung. „Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar að við erum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik og svo þarf eitthvað að skamma okkur í hálfleik og þá komum við betri í seinni. „Mér fannst við betri í seinni hálfleik og hefðum getað jafnað þetta þarna Í blálokin. Við fengum mjög gott færi. „Nú ætla menn bara að klára sumarið. Það er gaman að spila fótbolta. Menn gefa sig alla í þetta þó það sé lítið í húfi, bara upp á stoltið,“ sagði Hallur. Íslenski boltinn Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Leiknir tryggði sér sæti í Pepsí deild karla á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt 2-1 í 1. deild karla í fótbolta á Leiknisvelli í Breiðholtinu í kvöld.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af fagnaðarlátum Leiknismanna en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Það voru ósvikin fagnarlæti í Breiðholtinu þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka í kvöld og Leiknir tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Vel var mætt á leikinn og heimamenn vel studdir í sólinni í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Leiknir aðeins náð í tvö stig í þremur leikjum og virtist liðið eiga í örlitlum vandræðum með að taka síðasta skrefið í að tryggja sætið í Pepsí deildinni sem er búið að blasa við í nokkrar umferðir. Það tók Leikni um það bil 20 mínútur að hrista þetta stress af sér í kvöld en ekkert gekk hjá liðinu í byrjun leiks. Um leið og taugarnar róuðust náði liðið að halda boltanum betur og lék Leiknir mjög góðan fótbolta síðustu 25 mínútur fyrri hálfleiks og skoraði á þeim kafla tvö virkilega glæsileg mörk.Andri Fannar Stefánsson skoraði fyrra markið með mjög góðu skoti þegar tólf mínútur voru til hálfleiks og Hilmar Árni Halldórsson skoraði seinna markið með frábæru skoti í stöngina og inn með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Leiknir sýndi þá þann leik sem liðið hefur gert í 1. deildinni í vetur og verðuskuldar liðið svo sannarlega sætið í Pepsí deildinni. Liðið er með marga mjög frambærilega leikmenn í sínu liði jafnt í vörn og sókn. Leiknir var 2-0 yfir í hálfleik og héldu margir að úrslitin væru ráðin en Þróttarar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og minnkuðu muninn snemma í seinni hálfleik. Þá lokaði Leiknir vörninni og fékk Þróttur ekki gott færi aftur fyrr en á síðasta andartaki leiksins en gestunum var ekki ætlað að skemma sigurgleðina hjá heimamönnum og Eiríkur Ingi Magnússon náði að henda sér fyrir boltann og tryggja að endingu sigurinn. Leiknir er enn á toppi deildarinnar, nú með 44 stig í 20 leikjum og með tveimur stigum meira en ÍA sem einnig er búið að tryggja sér sæti í Pepsí deildinni að ári. Þróttur er í fjórða sæti með 31 stig. Freyr: Félagið var tæknilega gjaldþrotaFreyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis, var gríðarlega sáttur í leikslok.Vísir/Valgarður„Ég er aðeins að ná áttum. Tilfinningin er gríðarleg gleði og svo finn ég fyrir miklu þakklæti. Ég er svo stoltur af fólkinu hjá félaginu sem hefur verið hér í öll þessi ár og aldrei gefist upp,“ sagði Freyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að það var reynt að þvinga okkur í leggja niður laupana hérna um 2000. Félagið var tæknilega gjaldþrota en það eru foringjar hjá félaginu sem börðust og börðust og nú eigum við í dag þetta glæsilega félagsheimili, gervigras og frábæra velli. Umgjörðin hérna er æðisleg og þetta fólk á svo mikið í þessu. Ég gleðst fyrir þeirra hönd. „Ég hafði trú á því fyrir tveim, þrem umferðum að við myndum klára þetta en aldrei kom sú tilfinning að þetta væri komið fyrr en núna,“ sagði Freyr sem sagði það skipta miklu máli að klára þetta með sigri í stað þess að treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Það hefði verið ömurlegt. Við vildum klára þetta í Ólafsvík en svo fengum við tækifæri í kvöld til að klára þetta sjálfir með sigri. Sigurinn gefur manni svo mikla vímu. „Þetta var frábær dagur, veðrið og ætli það hafi ekki verið um 800 manns á vellinum. Fín stemning og umgjörðin upp á tíu,“ sagði Freyr sem kom stressið í sínu liði í upphafi leiks á óvart. „Þeir lugu að mér strákarnir að þeir væru pollrólegir. Þeir náðu því. Ég trúði að þeir væru með fínt spennustig en þeir voru víraðir. En svo eftir um 20 mínútur þá réðumst við á þá og vorum mjög góðir síðustu 25 í fyrri hálfleik. „Þetta var svo týpískt í seinni hálfleik með allt undir. Við byrjuðum ágætlega en svo þegar þeir skora þá lokuðum við þessu niður og náðum í þessi stig,“ sagði Freyr sem segir leikmenn vera búna að vinna fyrir tækifærinu í Pepsí deildinni að ári. „Þeir eru búnir að vinna fyrir tækifærinu en höfum það hugfast að það fær enginn neitt gefins hérna þó hann sé uppalinn. Menn þurfa að hafa fyrir hlutunum. „Við förum inn í Pepsí deildina með þennan kjarna og munum eflaust bæta við okkur einhverjum styrkingum en það verður aldrei neitt til að tala um þannig séð. Við verðum að halda í okkar. „Það er þessi kjarni, gæðin í klúbbnum og þessi samheldni. Um leið og ég tek það frá þeim þá erum við ekki neitt,“ sagði Freyr að lokum. Ólafur Hrannar: Þetta er fullkominn dagurLeikmenn Leiknis fögnuðu gríðarlega í leikslok.Vísir/Valgarður„Það eru engin orð sem lýsa þessari tilfinningu, þetta er bara snilld. Þetta er fullkominn dagur. Við gátum ekki hugsað okkur betri dag til að klára þetta. Á heimavelli, fyrir framan allt fólkið okkar og klára þetta með sigri,“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. „Þeir komu aðeins aðeins öðruvísi skipulagðir inn í leikinn en við bjuggumst við en við vorum fljótir að aðlagast því og jú vissulega smá skrekkur en við komum okkur í gírinn og fórum að spila okkar bolta. Þá náðum við að klára þetta,“ sagði Ólafur sem lagði upp bæði mörk Leiknis í kvöld. „Andri kom með slummu og það vita allir hversu góður Hilmar Árni er. Hann hefur skorað ófá svona frábær mörk og hann á eftir að skora fleiri. „Það hefur stundum verið eins og við værum að missa niður forskot í sumar en við höfum alltaf náð að þétta og haldið. Það hefur einkennt okkur í sumar að við náum að sigla þessu heim,“ sagði Ólafur sem var mjög ánægður með það hvernig Eiríkur Ingi henti sér fyrir síðasta skot leiksins og tryggði um leið sigurinn. „Sveitamaðurinn Eiríkur sem tók fórnina fyrir þetta. Það voru allir tilbúnir að fórna sér í þetta og klára þetta fyrir liðið. Það einkennir liðið, mikil liðsheild og allir tilbúnir að fórna sér fyrir hvern annan.“ Hallur: Hefðum getað jafnað þetta í blálokinMenn áttu erfitt með að hemja sig í leikslok enda að brjóta blað í sögu félagsins.Vísir/Valgarður„Það er ekki góð tilfinning en þeir unnu okkur og eiga þetta bara skilið,“ sagði Hallur Hallsson fyrirliði Þróttar um að sjá andstæðinginn fagna sæti í Pepsí deildinni að ári. „Fyrstu 20 mínúturnar fannst mér við byrja betur, halda boltanum og ná að spila honum á milli. Svo lentum við í smá brasi. Við héldum boltanum ágætlega en náðum ekki að skapa mikið á síðasta þriðjung. „Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar að við erum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik og svo þarf eitthvað að skamma okkur í hálfleik og þá komum við betri í seinni. „Mér fannst við betri í seinni hálfleik og hefðum getað jafnað þetta þarna Í blálokin. Við fengum mjög gott færi. „Nú ætla menn bara að klára sumarið. Það er gaman að spila fótbolta. Menn gefa sig alla í þetta þó það sé lítið í húfi, bara upp á stoltið,“ sagði Hallur.
Íslenski boltinn Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð