Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fjölnir | Bikarmeistararnir byrja á sigri Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2014 11:53 Leikmenn KR. Vísir/Getty KR-ingar unnu fínan sigur á Fjölnismönnum, 1-0, í Pepsi-deild karla. KR-ingar urði bikarmeistarar síðastliðin laugardag en liðið fór í gegnum þennan leik, fagmannlega og gerði það sem þurfti. Gary Martin gerði eina mark leiksins en Fjölnismenn halda áfram í botnbaráttunni eftir leikinn í kvöld. KR er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin voru engan veginn að finna taktinn í upphafi. Spilamennska KR-inga var skömminni skárri en samt sem áður ekki upp á marga fiska. Fjölnismenn voru bara ekki klárir frá upphafsflautinu. KR-ingar sýndu samt sem áður af hverju liðið er ríkjandi Íslandsmeistari en Gary Martin skoraði fínt mark nokkrum mínútum fyrir lok hálfleiksins. Gary fékk laglega stungusendingu frá Farid Zato inn fyrir vörn Fjölnismanna og setti boltann laglega framhjá Þórði Ingasyni. Staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Örlítið meira líf í leiknum í upphafi síðari hálfleiksins og heimamenn komu virkilega grimmir til leiks. KR-ingar sóttu töluvert fyrstu mínúturnar en síðan fór botninn töluvert úr leikspili heimamanna. Fjölnismenn fóru að sækja í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og unnu sig hægt og bítandi í takt við leikinn. KR-ingar aðeins með eins marks forystu og allt gat gerst. Heimamenn héldu út leikinn og unnu að lokum 1-0 sigur. Haukur Heiðar: Þetta eru sætustu sigrarnir„Þetta var bara mikill baráttuleikur og boltinn mikið í loftinu. Við vorum ekki góðir í dag og ég er mjög sáttur með stigin þrjú,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður KR, eftir leikinn í dag. „Við vorum hálfsofandi og ákveðin deyfð yfir okkar leik í kvöld. Við náðum ágætis spili inn á milli en í heildina var ekki nægilega mikil ákefð í okkar leik.“ Haukur segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki verið enn í leikmönnum KR. „Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ Ágúst: Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað öll stigin„Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ „Ég er mjög ósáttir, við komum hingað til að ná í stig eða fleiri og það gekk ekki,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist þá hefði ég í raun viljað öll stigin. Það var erfitt að vera 1-0 undir í hálfleik en við ætluðum að koma sterkir til baka út í þann síðari og jafna strax leikinn. Þetta gekk bara ekki upp fyrir okkur í kvöld.“ Ágúst segir það sérstaklega svekkjandi þegar liðið lítur vel út á vellinum en nær ekki í neitt stig. „Við þurfum að fara pota fleiri mörkum inn og fá þrjú stig, það er það sem við köllum eftir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
KR-ingar unnu fínan sigur á Fjölnismönnum, 1-0, í Pepsi-deild karla. KR-ingar urði bikarmeistarar síðastliðin laugardag en liðið fór í gegnum þennan leik, fagmannlega og gerði það sem þurfti. Gary Martin gerði eina mark leiksins en Fjölnismenn halda áfram í botnbaráttunni eftir leikinn í kvöld. KR er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin voru engan veginn að finna taktinn í upphafi. Spilamennska KR-inga var skömminni skárri en samt sem áður ekki upp á marga fiska. Fjölnismenn voru bara ekki klárir frá upphafsflautinu. KR-ingar sýndu samt sem áður af hverju liðið er ríkjandi Íslandsmeistari en Gary Martin skoraði fínt mark nokkrum mínútum fyrir lok hálfleiksins. Gary fékk laglega stungusendingu frá Farid Zato inn fyrir vörn Fjölnismanna og setti boltann laglega framhjá Þórði Ingasyni. Staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Örlítið meira líf í leiknum í upphafi síðari hálfleiksins og heimamenn komu virkilega grimmir til leiks. KR-ingar sóttu töluvert fyrstu mínúturnar en síðan fór botninn töluvert úr leikspili heimamanna. Fjölnismenn fóru að sækja í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og unnu sig hægt og bítandi í takt við leikinn. KR-ingar aðeins með eins marks forystu og allt gat gerst. Heimamenn héldu út leikinn og unnu að lokum 1-0 sigur. Haukur Heiðar: Þetta eru sætustu sigrarnir„Þetta var bara mikill baráttuleikur og boltinn mikið í loftinu. Við vorum ekki góðir í dag og ég er mjög sáttur með stigin þrjú,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður KR, eftir leikinn í dag. „Við vorum hálfsofandi og ákveðin deyfð yfir okkar leik í kvöld. Við náðum ágætis spili inn á milli en í heildina var ekki nægilega mikil ákefð í okkar leik.“ Haukur segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki verið enn í leikmönnum KR. „Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ Ágúst: Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað öll stigin„Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ „Ég er mjög ósáttir, við komum hingað til að ná í stig eða fleiri og það gekk ekki,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist þá hefði ég í raun viljað öll stigin. Það var erfitt að vera 1-0 undir í hálfleik en við ætluðum að koma sterkir til baka út í þann síðari og jafna strax leikinn. Þetta gekk bara ekki upp fyrir okkur í kvöld.“ Ágúst segir það sérstaklega svekkjandi þegar liðið lítur vel út á vellinum en nær ekki í neitt stig. „Við þurfum að fara pota fleiri mörkum inn og fá þrjú stig, það er það sem við köllum eftir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira