Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fjölnir | Bikarmeistararnir byrja á sigri Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2014 11:53 Leikmenn KR. Vísir/Getty KR-ingar unnu fínan sigur á Fjölnismönnum, 1-0, í Pepsi-deild karla. KR-ingar urði bikarmeistarar síðastliðin laugardag en liðið fór í gegnum þennan leik, fagmannlega og gerði það sem þurfti. Gary Martin gerði eina mark leiksins en Fjölnismenn halda áfram í botnbaráttunni eftir leikinn í kvöld. KR er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin voru engan veginn að finna taktinn í upphafi. Spilamennska KR-inga var skömminni skárri en samt sem áður ekki upp á marga fiska. Fjölnismenn voru bara ekki klárir frá upphafsflautinu. KR-ingar sýndu samt sem áður af hverju liðið er ríkjandi Íslandsmeistari en Gary Martin skoraði fínt mark nokkrum mínútum fyrir lok hálfleiksins. Gary fékk laglega stungusendingu frá Farid Zato inn fyrir vörn Fjölnismanna og setti boltann laglega framhjá Þórði Ingasyni. Staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Örlítið meira líf í leiknum í upphafi síðari hálfleiksins og heimamenn komu virkilega grimmir til leiks. KR-ingar sóttu töluvert fyrstu mínúturnar en síðan fór botninn töluvert úr leikspili heimamanna. Fjölnismenn fóru að sækja í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og unnu sig hægt og bítandi í takt við leikinn. KR-ingar aðeins með eins marks forystu og allt gat gerst. Heimamenn héldu út leikinn og unnu að lokum 1-0 sigur. Haukur Heiðar: Þetta eru sætustu sigrarnir„Þetta var bara mikill baráttuleikur og boltinn mikið í loftinu. Við vorum ekki góðir í dag og ég er mjög sáttur með stigin þrjú,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður KR, eftir leikinn í dag. „Við vorum hálfsofandi og ákveðin deyfð yfir okkar leik í kvöld. Við náðum ágætis spili inn á milli en í heildina var ekki nægilega mikil ákefð í okkar leik.“ Haukur segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki verið enn í leikmönnum KR. „Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ Ágúst: Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað öll stigin„Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ „Ég er mjög ósáttir, við komum hingað til að ná í stig eða fleiri og það gekk ekki,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist þá hefði ég í raun viljað öll stigin. Það var erfitt að vera 1-0 undir í hálfleik en við ætluðum að koma sterkir til baka út í þann síðari og jafna strax leikinn. Þetta gekk bara ekki upp fyrir okkur í kvöld.“ Ágúst segir það sérstaklega svekkjandi þegar liðið lítur vel út á vellinum en nær ekki í neitt stig. „Við þurfum að fara pota fleiri mörkum inn og fá þrjú stig, það er það sem við köllum eftir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
KR-ingar unnu fínan sigur á Fjölnismönnum, 1-0, í Pepsi-deild karla. KR-ingar urði bikarmeistarar síðastliðin laugardag en liðið fór í gegnum þennan leik, fagmannlega og gerði það sem þurfti. Gary Martin gerði eina mark leiksins en Fjölnismenn halda áfram í botnbaráttunni eftir leikinn í kvöld. KR er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin voru engan veginn að finna taktinn í upphafi. Spilamennska KR-inga var skömminni skárri en samt sem áður ekki upp á marga fiska. Fjölnismenn voru bara ekki klárir frá upphafsflautinu. KR-ingar sýndu samt sem áður af hverju liðið er ríkjandi Íslandsmeistari en Gary Martin skoraði fínt mark nokkrum mínútum fyrir lok hálfleiksins. Gary fékk laglega stungusendingu frá Farid Zato inn fyrir vörn Fjölnismanna og setti boltann laglega framhjá Þórði Ingasyni. Staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Örlítið meira líf í leiknum í upphafi síðari hálfleiksins og heimamenn komu virkilega grimmir til leiks. KR-ingar sóttu töluvert fyrstu mínúturnar en síðan fór botninn töluvert úr leikspili heimamanna. Fjölnismenn fóru að sækja í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og unnu sig hægt og bítandi í takt við leikinn. KR-ingar aðeins með eins marks forystu og allt gat gerst. Heimamenn héldu út leikinn og unnu að lokum 1-0 sigur. Haukur Heiðar: Þetta eru sætustu sigrarnir„Þetta var bara mikill baráttuleikur og boltinn mikið í loftinu. Við vorum ekki góðir í dag og ég er mjög sáttur með stigin þrjú,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður KR, eftir leikinn í dag. „Við vorum hálfsofandi og ákveðin deyfð yfir okkar leik í kvöld. Við náðum ágætis spili inn á milli en í heildina var ekki nægilega mikil ákefð í okkar leik.“ Haukur segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki verið enn í leikmönnum KR. „Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ Ágúst: Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað öll stigin„Þetta eru sætustu sigrarnir, þegar þú spilar ekkert sérstaklega vel en vinnur samt. Þrátt fyrir að liðin fyrir ofan okkur séu alltaf að vinna sína leiki, þá gefumst við ekkert upp.“ „Ég er mjög ósáttir, við komum hingað til að ná í stig eða fleiri og það gekk ekki,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist þá hefði ég í raun viljað öll stigin. Það var erfitt að vera 1-0 undir í hálfleik en við ætluðum að koma sterkir til baka út í þann síðari og jafna strax leikinn. Þetta gekk bara ekki upp fyrir okkur í kvöld.“ Ágúst segir það sérstaklega svekkjandi þegar liðið lítur vel út á vellinum en nær ekki í neitt stig. „Við þurfum að fara pota fleiri mörkum inn og fá þrjú stig, það er það sem við köllum eftir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira