Lífið

Hlaupahópur Heiðu fyrst og fremst þakklátur - myndband

Ellý Ármanns skrifar
myndir/myndband/ Ellý
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar hlaupahópurinn hennar Bjarnheiðar Hannesdóttur kom saman á Culiacan Suðurlandsbraut ásamt mömmu Heiðu, Halldóru Lúðvíksdóttur, til að fagna ómetanlegum stuðningi sem þær hafa fengið.  

Vinkonurnar sem eru hluti af rúmlega 70 manna hlaupahópnum Team Heiða fékk sér Hlauparann sem er sérstakur réttur hannaður af næringarfræðingunum Steinari B. og Fríðu Rún sem eru bæði hlauparar. Stelpurnar þurfa einmitt að vanda sig núna með næringuna því aðalmálið daginn fyrir hlaup er að hvíla sig og næra skrokkinn.

Team Heiða sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun fyrir Heiðu rauf þriggja milljóna króna múrinn eins og sjá má hér (Hlaupastyrkur.is).

Skrolla neðst í grein til að sjá myndbandið:

Bjarnheiður, Arna Björg Jónasdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Una María Unnarsdóttir og Sigrún Lilja Guðjónsdóttir.

Við erum rosa þakklátar fyrir mikinn stuðning sem Team Heiða hefur fengið, segir Sigrún Lilja í meðfylgjandi myndskeiði sem sjá má hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×