Fallslagur í Grafarvogi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2014 06:00 Fjölnismenn hafa verið í miklum vandræðum á undanförnum vikum. Vísir/Valli Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld. FH sækir Víking heim, Fram tekur á móti KR í Laugardalnum og Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli. Það verður mikið undir í síðastnefnda leiknum, enda bæði lið í bullandi fallbaráttu. Keflvíkingar sitja í 7. sæti deildarinnar með 18 stig, en Fjölnismenn í 10. sæti með 15 stig, jafn mörg og Fram sem situr í 11. og næstsíðasta sæti. Bæði lið byrjuðu tímabilið af krafti. Fjölnismenn byrjuðu á því að vinna öruggan sigur á Víkingi í nýliðaslag og í annarri umferð gerðu þeir góða ferð norður yfir heiðar og unnu 1-2 útisigur á Þór. Þessum tveimur sigrum fylgdu fjögur jafntefli í röð, gegn Val, Breiðabliki, KR og Keflavík. Keflvíkingar unnu fyrstu þrjá leiki sína, gegn Þór og Breiðabliki á heimavelli og Val á útivelli. Liðið beið sinn fyrsta ósigur í 4. umferð gegn KR, en í næstu umferð gerðu Keflvíkingar góða ferð í Hafnarfjörðinn og náðu í jafntefli gegn FH og fylgdu því svo eftir með því að gera jafntefli gegn Fjölni á heimavelli. Eftir sex umferðir sátu Keflvíkingar í 3. sæti með 11 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði FH. Fjölnismenn voru tveimur sætum neðar með tíu stig, jafn mörg og Íslandsmeistarar KR. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fjölnismenn hafa aðeins fengið fimm stig í síðustu tíu leikjum. Eini sigurinn á þessu tímabili kom gegn Þór á Fjölnisvelli, 27. júlí, en þá voru liðnir 80 dagar frá síðasta sigri liðsins í deildinni. Fjölnir hefur aðeins fengið 0,5 stig í síðustu tíu leikjum, samanborið við 1,7 í fyrstu sex leikjunum. Þá hefur Grafarvogsliðið fengið á sig 2,2 mörk að meðaltali í leik í síðustu tíu umferðum, en Þórður Ingason, markvörður liðsins, fékk aðeins á sig sex mörk í fyrstu sex deildarleikjunum. Uppskeran er álíka rýr hjá Keflvíkingum, en þeir hafa aðeins náð í sjö stig í síðustu tíu leikjum. Eini sigurinn á þessu tímabili kom gegn Fylki á útivelli í 9. umferð, en það er jafnframt eini sigur Keflvíkinga í síðustu 13 deildarleikjum. Eftir jafnteflið í fyrri leik Fjölnis og Keflavík versnaði gengi liðanna til mikilla. Það er spurning hvort svipuð breyting verði á gengi liðanna eftir leik kvöldsins, en ljóst er að bæði lið þurfa sárlega á öllum þremur stigunum sem eru í boði í kvöld að halda.Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í beinni textalýsingu á Vísi, auk þess sem leikur Víkings og FH, sem hefst klukkan 18:00, verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sautjánda umferðin verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum sem hefjast klukkan 22:15 í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld. FH sækir Víking heim, Fram tekur á móti KR í Laugardalnum og Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli. Það verður mikið undir í síðastnefnda leiknum, enda bæði lið í bullandi fallbaráttu. Keflvíkingar sitja í 7. sæti deildarinnar með 18 stig, en Fjölnismenn í 10. sæti með 15 stig, jafn mörg og Fram sem situr í 11. og næstsíðasta sæti. Bæði lið byrjuðu tímabilið af krafti. Fjölnismenn byrjuðu á því að vinna öruggan sigur á Víkingi í nýliðaslag og í annarri umferð gerðu þeir góða ferð norður yfir heiðar og unnu 1-2 útisigur á Þór. Þessum tveimur sigrum fylgdu fjögur jafntefli í röð, gegn Val, Breiðabliki, KR og Keflavík. Keflvíkingar unnu fyrstu þrjá leiki sína, gegn Þór og Breiðabliki á heimavelli og Val á útivelli. Liðið beið sinn fyrsta ósigur í 4. umferð gegn KR, en í næstu umferð gerðu Keflvíkingar góða ferð í Hafnarfjörðinn og náðu í jafntefli gegn FH og fylgdu því svo eftir með því að gera jafntefli gegn Fjölni á heimavelli. Eftir sex umferðir sátu Keflvíkingar í 3. sæti með 11 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði FH. Fjölnismenn voru tveimur sætum neðar með tíu stig, jafn mörg og Íslandsmeistarar KR. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fjölnismenn hafa aðeins fengið fimm stig í síðustu tíu leikjum. Eini sigurinn á þessu tímabili kom gegn Þór á Fjölnisvelli, 27. júlí, en þá voru liðnir 80 dagar frá síðasta sigri liðsins í deildinni. Fjölnir hefur aðeins fengið 0,5 stig í síðustu tíu leikjum, samanborið við 1,7 í fyrstu sex leikjunum. Þá hefur Grafarvogsliðið fengið á sig 2,2 mörk að meðaltali í leik í síðustu tíu umferðum, en Þórður Ingason, markvörður liðsins, fékk aðeins á sig sex mörk í fyrstu sex deildarleikjunum. Uppskeran er álíka rýr hjá Keflvíkingum, en þeir hafa aðeins náð í sjö stig í síðustu tíu leikjum. Eini sigurinn á þessu tímabili kom gegn Fylki á útivelli í 9. umferð, en það er jafnframt eini sigur Keflvíkinga í síðustu 13 deildarleikjum. Eftir jafnteflið í fyrri leik Fjölnis og Keflavík versnaði gengi liðanna til mikilla. Það er spurning hvort svipuð breyting verði á gengi liðanna eftir leik kvöldsins, en ljóst er að bæði lið þurfa sárlega á öllum þremur stigunum sem eru í boði í kvöld að halda.Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í beinni textalýsingu á Vísi, auk þess sem leikur Víkings og FH, sem hefst klukkan 18:00, verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sautjánda umferðin verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum sem hefjast klukkan 22:15 í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira