Jóhannes Karl: Alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 6. ágúst 2014 21:11 Jóhannes Karl Guðjónsson. Vísir/Vilhelm Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar hans í Fram fögnuðu mikilvægum 2-0 sigri á Þór á Þórsvelli í kvöld og enduðu þar með fimm leikja taphrinu félagsins. Jóhannes Karl var líka sáttur í leikslok. Fram komst fyrir vikið upp fyrir Þórsara sem sitja nú í botnsæti deildarinnar. „Þetta var mikill léttir! Þetta hefur verið svolítið erfitt hjá okkur en við höfum verið að vinna mikið í okkar leikskipulagi og við spiluðum bara öflugan varnarleik í dag og sköpuðum okkur færi fram á við. Það var frábært að sjá Guðmund Stein skora tvö mörk í dag. Þetta var frábær sigur og mikill léttir,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sáttur eftir leikinn í kvöld. Það er ekki galið að segja að heimamenn í Þór hafi haft stjórn á leiknum lengst af og virkað með meiri yfirhönd en Framararnir. Framararnir héldu velli og komust yfir í leiknum en þeir þurftu að hafa fyrir því. Jóhannes Karl var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag, bæði hugarfarslega og leikskipulagslega. „Við vissum að þetta er rosalega erfiður völlur að koma að spila á. Þeir mæta öskugrimmir í hvern leik og eru með sterkt og öflugt lið. Við vissum að við þyrftum að mæta í baráttuna í dag en við náðum að spila góðan leik og skora tvö mörk. Þeir voru meira með boltann en við vorum þéttir varnarlega. Við lögðum það upp í dag að fá ekki á okkur mark og vera þéttir til baka og við vitum að við erum með menn í liðinu sem geta skorað mörk eins og Guðmundur Steinn sýndi í dag. Við vorum með leikskipulag sem gekk upp í dag. Fyrir þennan leik vorum við að fá á okkur alltof mörg mörk og við ætluðum að passa það í þessum leik og það verður engin breyting á því í framhaldinu,” sagði Jóhannes. Það sauð mikið upp úr í leiknum og mikill hiti myndaðist í kjölfar þess að Tryggvi Sveinn og Chuckwudi Chijindu voru reknir út af velli fyrir slagsmál. Jóhannes Karl sagði að svona væri þetta bara stundum og dómarinn hafði staðið sig mjög vel. „Þetta var alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn. Þetta var hörkuleikur en mér fannst dómarinn standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Svona er fótboltinn, stundum er meiri barátta en í öðrum leikjum og dómarinn stóð sig vel,” sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar hans í Fram fögnuðu mikilvægum 2-0 sigri á Þór á Þórsvelli í kvöld og enduðu þar með fimm leikja taphrinu félagsins. Jóhannes Karl var líka sáttur í leikslok. Fram komst fyrir vikið upp fyrir Þórsara sem sitja nú í botnsæti deildarinnar. „Þetta var mikill léttir! Þetta hefur verið svolítið erfitt hjá okkur en við höfum verið að vinna mikið í okkar leikskipulagi og við spiluðum bara öflugan varnarleik í dag og sköpuðum okkur færi fram á við. Það var frábært að sjá Guðmund Stein skora tvö mörk í dag. Þetta var frábær sigur og mikill léttir,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sáttur eftir leikinn í kvöld. Það er ekki galið að segja að heimamenn í Þór hafi haft stjórn á leiknum lengst af og virkað með meiri yfirhönd en Framararnir. Framararnir héldu velli og komust yfir í leiknum en þeir þurftu að hafa fyrir því. Jóhannes Karl var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag, bæði hugarfarslega og leikskipulagslega. „Við vissum að þetta er rosalega erfiður völlur að koma að spila á. Þeir mæta öskugrimmir í hvern leik og eru með sterkt og öflugt lið. Við vissum að við þyrftum að mæta í baráttuna í dag en við náðum að spila góðan leik og skora tvö mörk. Þeir voru meira með boltann en við vorum þéttir varnarlega. Við lögðum það upp í dag að fá ekki á okkur mark og vera þéttir til baka og við vitum að við erum með menn í liðinu sem geta skorað mörk eins og Guðmundur Steinn sýndi í dag. Við vorum með leikskipulag sem gekk upp í dag. Fyrir þennan leik vorum við að fá á okkur alltof mörg mörk og við ætluðum að passa það í þessum leik og það verður engin breyting á því í framhaldinu,” sagði Jóhannes. Það sauð mikið upp úr í leiknum og mikill hiti myndaðist í kjölfar þess að Tryggvi Sveinn og Chuckwudi Chijindu voru reknir út af velli fyrir slagsmál. Jóhannes Karl sagði að svona væri þetta bara stundum og dómarinn hafði staðið sig mjög vel. „Þetta var alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn. Þetta var hörkuleikur en mér fannst dómarinn standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Svona er fótboltinn, stundum er meiri barátta en í öðrum leikjum og dómarinn stóð sig vel,” sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20