Jóhannes Karl: Alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 6. ágúst 2014 21:11 Jóhannes Karl Guðjónsson. Vísir/Vilhelm Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar hans í Fram fögnuðu mikilvægum 2-0 sigri á Þór á Þórsvelli í kvöld og enduðu þar með fimm leikja taphrinu félagsins. Jóhannes Karl var líka sáttur í leikslok. Fram komst fyrir vikið upp fyrir Þórsara sem sitja nú í botnsæti deildarinnar. „Þetta var mikill léttir! Þetta hefur verið svolítið erfitt hjá okkur en við höfum verið að vinna mikið í okkar leikskipulagi og við spiluðum bara öflugan varnarleik í dag og sköpuðum okkur færi fram á við. Það var frábært að sjá Guðmund Stein skora tvö mörk í dag. Þetta var frábær sigur og mikill léttir,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sáttur eftir leikinn í kvöld. Það er ekki galið að segja að heimamenn í Þór hafi haft stjórn á leiknum lengst af og virkað með meiri yfirhönd en Framararnir. Framararnir héldu velli og komust yfir í leiknum en þeir þurftu að hafa fyrir því. Jóhannes Karl var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag, bæði hugarfarslega og leikskipulagslega. „Við vissum að þetta er rosalega erfiður völlur að koma að spila á. Þeir mæta öskugrimmir í hvern leik og eru með sterkt og öflugt lið. Við vissum að við þyrftum að mæta í baráttuna í dag en við náðum að spila góðan leik og skora tvö mörk. Þeir voru meira með boltann en við vorum þéttir varnarlega. Við lögðum það upp í dag að fá ekki á okkur mark og vera þéttir til baka og við vitum að við erum með menn í liðinu sem geta skorað mörk eins og Guðmundur Steinn sýndi í dag. Við vorum með leikskipulag sem gekk upp í dag. Fyrir þennan leik vorum við að fá á okkur alltof mörg mörk og við ætluðum að passa það í þessum leik og það verður engin breyting á því í framhaldinu,” sagði Jóhannes. Það sauð mikið upp úr í leiknum og mikill hiti myndaðist í kjölfar þess að Tryggvi Sveinn og Chuckwudi Chijindu voru reknir út af velli fyrir slagsmál. Jóhannes Karl sagði að svona væri þetta bara stundum og dómarinn hafði staðið sig mjög vel. „Þetta var alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn. Þetta var hörkuleikur en mér fannst dómarinn standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Svona er fótboltinn, stundum er meiri barátta en í öðrum leikjum og dómarinn stóð sig vel,” sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar hans í Fram fögnuðu mikilvægum 2-0 sigri á Þór á Þórsvelli í kvöld og enduðu þar með fimm leikja taphrinu félagsins. Jóhannes Karl var líka sáttur í leikslok. Fram komst fyrir vikið upp fyrir Þórsara sem sitja nú í botnsæti deildarinnar. „Þetta var mikill léttir! Þetta hefur verið svolítið erfitt hjá okkur en við höfum verið að vinna mikið í okkar leikskipulagi og við spiluðum bara öflugan varnarleik í dag og sköpuðum okkur færi fram á við. Það var frábært að sjá Guðmund Stein skora tvö mörk í dag. Þetta var frábær sigur og mikill léttir,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sáttur eftir leikinn í kvöld. Það er ekki galið að segja að heimamenn í Þór hafi haft stjórn á leiknum lengst af og virkað með meiri yfirhönd en Framararnir. Framararnir héldu velli og komust yfir í leiknum en þeir þurftu að hafa fyrir því. Jóhannes Karl var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag, bæði hugarfarslega og leikskipulagslega. „Við vissum að þetta er rosalega erfiður völlur að koma að spila á. Þeir mæta öskugrimmir í hvern leik og eru með sterkt og öflugt lið. Við vissum að við þyrftum að mæta í baráttuna í dag en við náðum að spila góðan leik og skora tvö mörk. Þeir voru meira með boltann en við vorum þéttir varnarlega. Við lögðum það upp í dag að fá ekki á okkur mark og vera þéttir til baka og við vitum að við erum með menn í liðinu sem geta skorað mörk eins og Guðmundur Steinn sýndi í dag. Við vorum með leikskipulag sem gekk upp í dag. Fyrir þennan leik vorum við að fá á okkur alltof mörg mörk og við ætluðum að passa það í þessum leik og það verður engin breyting á því í framhaldinu,” sagði Jóhannes. Það sauð mikið upp úr í leiknum og mikill hiti myndaðist í kjölfar þess að Tryggvi Sveinn og Chuckwudi Chijindu voru reknir út af velli fyrir slagsmál. Jóhannes Karl sagði að svona væri þetta bara stundum og dómarinn hafði staðið sig mjög vel. „Þetta var alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn. Þetta var hörkuleikur en mér fannst dómarinn standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Svona er fótboltinn, stundum er meiri barátta en í öðrum leikjum og dómarinn stóð sig vel,” sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. 6. ágúst 2014 15:20