Sport

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Bardaginn fer fram í O2 Arena í Dublin og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Í myndbandinu ræðir Gunnar m.a. um Zak Cummings og undirbúning sinn fyrir bardagann. Hann talar einnig um hið svo kallaða “ring rust” sem margir bardagamenn lenda í eftir langt hlé frá keppni. Gunnar flaug til Dublin á miðvikudaginn þar sem lokaundirbúningur fyrir bardagann fer fram.

Conor McGregor verður í aðalbardaganum á umræddu bardagakvöldi en í myndbandinu ræðir hann um möguleika Gunnars gegn Zak Cummings. John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars, og Unnar Karl Halldórsson, boxþjálfari Gunnars, koma einnig fyrir í myndbandinu.

Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. 

MMA

Tengdar fréttir

Hver er þessi Zak Cummings?

Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings?

Gooden hittir Gunnar og McGregor

Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum.

Kenny Baker: Gunnar Nelson finnur alltaf leið til sigurs

Englendingurinn Kenny Baker er svart belti brasilísku jiu-jitsu og dvaldi nýlega hér á landi við æfingar í Mjölni. Gunnar Nelson mætir Ryan LaFlare í UFC í Dublin í júlí en Baker telur Gunnar líklegri til sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×