"Furðuleg túlkun, langsótt og röng“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. júní 2014 20:30 „Umhverfisstofnun hefur ekki komið nálægt náttúruvernd við Kerið í 14 ár,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins. Umhverfisstofnun álítur gjaldtöku við Kerið ólögmæta. Óskar telur lagatúlkun stofnunarinnar furðulega, langsótta og beinlínis ranga.Í Fréttablaðinu í gær var greint frá bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag. Þar kemur meðal annars fram að að gjaldtaka við Kerið og önnur svæði á náttúruminjaskrá standist ekki lög. Umhverfisstofnun sé nú með það til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta gjald.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, sem hóf gjaldtöku á síðasta ári, segir niðurstöðu Umhverfisstofnunar furðulega. „Hvað varðar lögfræðina sem mér sýnist að sé verið að koma á framfæri þá er hún ekki einungis furðuleg heldur mjög langsótt og auðvitað röng,“ segir Óskar.„Hvert er hlutverk Umhverfisstofnunar?“ Óskar segir það skyldu landeigenda að gæta þess að náttúra spillist ekki. Hann vísar í 13. og 14. gr. laga um náttúruvernd og segir þær lagagreinar eiga ótvírætt við um Kerið. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að sérstakar reglur gildi um náttúruverndarsvæði og það þurfi sérstaka lagaheimild til að innheimta aðgangseyri. Sú heimild sé ekki til staðar. Óskar vísar þessu á bug og vísar í 32. gr. náttúruverndarlaga sem segir að heimilt sé að ákveða gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum. „Umhverfisstofnun sem hefur það hlutverk að vernda íslenska náttúru, það er hennar meginhlutverk, hún hefur ekki komið nálægt því hlutverki við Kerið í 14 ár. Núna þegar við sem eigum Kerið hefjum gjaldtöku til þess eins að vernda náttúruna þá snýr stofnunin þessu öllu á haus. Um hvað snýst þessi stofnun? Snýst hún um sjálfa sig? Hvaða verkefni hefur hún ef hún sinnir ekki náttúrunni? Þegar menn fara að gera það með lítilsháttar gjaldtöku þá umhverfist þessi stofnun,“ segir Óskar. „Það er alveg óskiljanlegt að sú stofnun sem á að vernda náttúruna skuli berjast gegn því að það sé gert.“ Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Gjaldtaka hefur áhrif á fjölda ferðamanna Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. 31. október 2013 13:13 Íslendingar og erlendir ferðamenn rukkaðir fyrir að skoða Kerið "Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. 25. júní 2013 13:17 Gjaldtaka við Kerið ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun ein má ákveða innheimtu aðgangseyris á landsvæðum sem eru á náttúruminjaskrá að mati stofnunarinnar. Til skoðunar er að semja við landeigendur í Kerinu svo þeir fái heimild til að innheimta gjald. 21. júní 2014 00:01 Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
„Umhverfisstofnun hefur ekki komið nálægt náttúruvernd við Kerið í 14 ár,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins. Umhverfisstofnun álítur gjaldtöku við Kerið ólögmæta. Óskar telur lagatúlkun stofnunarinnar furðulega, langsótta og beinlínis ranga.Í Fréttablaðinu í gær var greint frá bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag. Þar kemur meðal annars fram að að gjaldtaka við Kerið og önnur svæði á náttúruminjaskrá standist ekki lög. Umhverfisstofnun sé nú með það til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta gjald.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, sem hóf gjaldtöku á síðasta ári, segir niðurstöðu Umhverfisstofnunar furðulega. „Hvað varðar lögfræðina sem mér sýnist að sé verið að koma á framfæri þá er hún ekki einungis furðuleg heldur mjög langsótt og auðvitað röng,“ segir Óskar.„Hvert er hlutverk Umhverfisstofnunar?“ Óskar segir það skyldu landeigenda að gæta þess að náttúra spillist ekki. Hann vísar í 13. og 14. gr. laga um náttúruvernd og segir þær lagagreinar eiga ótvírætt við um Kerið. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að sérstakar reglur gildi um náttúruverndarsvæði og það þurfi sérstaka lagaheimild til að innheimta aðgangseyri. Sú heimild sé ekki til staðar. Óskar vísar þessu á bug og vísar í 32. gr. náttúruverndarlaga sem segir að heimilt sé að ákveða gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum. „Umhverfisstofnun sem hefur það hlutverk að vernda íslenska náttúru, það er hennar meginhlutverk, hún hefur ekki komið nálægt því hlutverki við Kerið í 14 ár. Núna þegar við sem eigum Kerið hefjum gjaldtöku til þess eins að vernda náttúruna þá snýr stofnunin þessu öllu á haus. Um hvað snýst þessi stofnun? Snýst hún um sjálfa sig? Hvaða verkefni hefur hún ef hún sinnir ekki náttúrunni? Þegar menn fara að gera það með lítilsháttar gjaldtöku þá umhverfist þessi stofnun,“ segir Óskar. „Það er alveg óskiljanlegt að sú stofnun sem á að vernda náttúruna skuli berjast gegn því að það sé gert.“
Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Gjaldtaka hefur áhrif á fjölda ferðamanna Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. 31. október 2013 13:13 Íslendingar og erlendir ferðamenn rukkaðir fyrir að skoða Kerið "Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. 25. júní 2013 13:17 Gjaldtaka við Kerið ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun ein má ákveða innheimtu aðgangseyris á landsvæðum sem eru á náttúruminjaskrá að mati stofnunarinnar. Til skoðunar er að semja við landeigendur í Kerinu svo þeir fái heimild til að innheimta gjald. 21. júní 2014 00:01 Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34
Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Gjaldtaka hefur áhrif á fjölda ferðamanna Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. 31. október 2013 13:13
Íslendingar og erlendir ferðamenn rukkaðir fyrir að skoða Kerið "Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. 25. júní 2013 13:17
Gjaldtaka við Kerið ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun ein má ákveða innheimtu aðgangseyris á landsvæðum sem eru á náttúruminjaskrá að mati stofnunarinnar. Til skoðunar er að semja við landeigendur í Kerinu svo þeir fái heimild til að innheimta gjald. 21. júní 2014 00:01
Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. 24. apríl 2014 07:00