Íslendingar og erlendir ferðamenn rukkaðir fyrir að skoða Kerið 25. júní 2013 13:17 Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. „Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. Landeigendur takmörkuðu rútuumferð árið 2008 og viðraði þá Óskar þá hugmynd að taka gjald af þeim sem skoða náttúruperluna svo það væri hægt að mæta ágangi ferðamanna á landsvæðið. Það mæltist heldur illa fyrir. Ríkisstjórnin sagðist þá ætla að finna leið til þess að leysa málið en Óskar og félagar gáfust upp á biðinni. „Þá var því lofað að það yrði brugðist hratt við, en það vita allir hver lausnin var; hún var gistináttagjaldið sem er einhver alvitlausasti skattur sem uppi hefur verið,“ segir Óskar. Hann segir að það hafi því verið fullreynt að finna allsherjarlausn á vandanum. Sjálfur telur Óskar að það þurfi að leysa vandamálið í smærri einingum, líkt og þeir reyna nú. Gjaldið verður innheimt á staðnum. Við Kerið verður starfsmaður á fullum launum í sérstöku skýli. Óskar segist vonast til þess að önnur lausn verði fundin á málinu, enda sé aðferðin bæði dýr og gamaldags, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir umframfé fara í uppbyggingu á svæðinu. En sitt sýnist hverjum um Það að einkaaðilar takmarki aðgang landsmanna að náttúruperlum. Óskar segir að hver og einn þurfi að svara því hvort honum finnist þetta í lagi, en ef aðgengið verður ekki takmarkað, þarf að loka svæðinu að mati Óskars. „Spurningin er í raun einföld; viljum við gott aðgengi fyrir ferðamenn, eða loka svæðinu?“ Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. Landeigendur takmörkuðu rútuumferð árið 2008 og viðraði þá Óskar þá hugmynd að taka gjald af þeim sem skoða náttúruperluna svo það væri hægt að mæta ágangi ferðamanna á landsvæðið. Það mæltist heldur illa fyrir. Ríkisstjórnin sagðist þá ætla að finna leið til þess að leysa málið en Óskar og félagar gáfust upp á biðinni. „Þá var því lofað að það yrði brugðist hratt við, en það vita allir hver lausnin var; hún var gistináttagjaldið sem er einhver alvitlausasti skattur sem uppi hefur verið,“ segir Óskar. Hann segir að það hafi því verið fullreynt að finna allsherjarlausn á vandanum. Sjálfur telur Óskar að það þurfi að leysa vandamálið í smærri einingum, líkt og þeir reyna nú. Gjaldið verður innheimt á staðnum. Við Kerið verður starfsmaður á fullum launum í sérstöku skýli. Óskar segist vonast til þess að önnur lausn verði fundin á málinu, enda sé aðferðin bæði dýr og gamaldags, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir umframfé fara í uppbyggingu á svæðinu. En sitt sýnist hverjum um Það að einkaaðilar takmarki aðgang landsmanna að náttúruperlum. Óskar segir að hver og einn þurfi að svara því hvort honum finnist þetta í lagi, en ef aðgengið verður ekki takmarkað, þarf að loka svæðinu að mati Óskars. „Spurningin er í raun einföld; viljum við gott aðgengi fyrir ferðamenn, eða loka svæðinu?“
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira