Íslendingar og erlendir ferðamenn rukkaðir fyrir að skoða Kerið 25. júní 2013 13:17 Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. „Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. Landeigendur takmörkuðu rútuumferð árið 2008 og viðraði þá Óskar þá hugmynd að taka gjald af þeim sem skoða náttúruperluna svo það væri hægt að mæta ágangi ferðamanna á landsvæðið. Það mæltist heldur illa fyrir. Ríkisstjórnin sagðist þá ætla að finna leið til þess að leysa málið en Óskar og félagar gáfust upp á biðinni. „Þá var því lofað að það yrði brugðist hratt við, en það vita allir hver lausnin var; hún var gistináttagjaldið sem er einhver alvitlausasti skattur sem uppi hefur verið,“ segir Óskar. Hann segir að það hafi því verið fullreynt að finna allsherjarlausn á vandanum. Sjálfur telur Óskar að það þurfi að leysa vandamálið í smærri einingum, líkt og þeir reyna nú. Gjaldið verður innheimt á staðnum. Við Kerið verður starfsmaður á fullum launum í sérstöku skýli. Óskar segist vonast til þess að önnur lausn verði fundin á málinu, enda sé aðferðin bæði dýr og gamaldags, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir umframfé fara í uppbyggingu á svæðinu. En sitt sýnist hverjum um Það að einkaaðilar takmarki aðgang landsmanna að náttúruperlum. Óskar segir að hver og einn þurfi að svara því hvort honum finnist þetta í lagi, en ef aðgengið verður ekki takmarkað, þarf að loka svæðinu að mati Óskars. „Spurningin er í raun einföld; viljum við gott aðgengi fyrir ferðamenn, eða loka svæðinu?“ Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira
„Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. Landeigendur takmörkuðu rútuumferð árið 2008 og viðraði þá Óskar þá hugmynd að taka gjald af þeim sem skoða náttúruperluna svo það væri hægt að mæta ágangi ferðamanna á landsvæðið. Það mæltist heldur illa fyrir. Ríkisstjórnin sagðist þá ætla að finna leið til þess að leysa málið en Óskar og félagar gáfust upp á biðinni. „Þá var því lofað að það yrði brugðist hratt við, en það vita allir hver lausnin var; hún var gistináttagjaldið sem er einhver alvitlausasti skattur sem uppi hefur verið,“ segir Óskar. Hann segir að það hafi því verið fullreynt að finna allsherjarlausn á vandanum. Sjálfur telur Óskar að það þurfi að leysa vandamálið í smærri einingum, líkt og þeir reyna nú. Gjaldið verður innheimt á staðnum. Við Kerið verður starfsmaður á fullum launum í sérstöku skýli. Óskar segist vonast til þess að önnur lausn verði fundin á málinu, enda sé aðferðin bæði dýr og gamaldags, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir umframfé fara í uppbyggingu á svæðinu. En sitt sýnist hverjum um Það að einkaaðilar takmarki aðgang landsmanna að náttúruperlum. Óskar segir að hver og einn þurfi að svara því hvort honum finnist þetta í lagi, en ef aðgengið verður ekki takmarkað, þarf að loka svæðinu að mati Óskars. „Spurningin er í raun einföld; viljum við gott aðgengi fyrir ferðamenn, eða loka svæðinu?“
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira