Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Stefán Þ. Þórsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar