Innlent

Leitin í Fljótshlíð: Flóknasta leitin í áratug

Leitin að Ástu Stefánsdóttur hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur en engan árangur borið. Ástkona hennar, Pino Becerra Bolanos, fannst látin á fyrsta leitardegi.

Þær Ásta og Pino dvöldu í sumarbústað í Fljótshlíð yfir hvítasunnuhelgina og talið er að þær hafi fengið sér göngu sunnudagsmorguninn 8. júní í átt að Bleiksárgljúfri þar sem föt þeirra fundust. Lík Pino fannst í gljúfrinu en ítarleg leit að Ástu, bæði í gljúfrinu og á stóru svæði í kring, hefur ekki borið árangur.

Síðasta hálmstráið er aðgerð sem að öllum líkindum verður farið í á laugardag og gengur út á að veita hyl fyrir ofan foss í gljúfrinu frá til að skoða 10 metra langan berggang sem ekki hefur verið unnt að skoða hingað til.

Hvarfið hefur vakið mikinn ugg meðal landsmanna og íbúar á svæðinu segjast eitt spurningarmerki. Ísland í dag fór austur og kynnti sér leitina eins og sjá má í myndbandinu að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.