Tekur Aron við af Alfreð hjá Heerenveen? Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2014 14:00 Aron Elís Þrándarson fer nú á kostum í Pepsi-deildinni. Vísir/Pjetur Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, er sá allra heitasti í Pepsi-deildinni þessa dagana, en þessi tvítugi spilari hefur borið sóknarleik nýliðanna á herðum sér undanfarnar vikur. Frammistaða Arons hefur vakið athygli út fyrir landsteinana eins og kom fram í máli Magnúsar Agnars Magnússonar, umboðsmanns Arons, í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Útsendarar nokkurra liða hafa komið hingað til lands til að fylgjast með Aroni Elís að undanförnu, stór hluti þeirra frá Skandinavíu, samkvæmt upplýsingum Vísis. Heimildir Vísis herma ennfremur að njósnarar hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen hafi séð Aron í síðustu tveimur leikjum; gegn Val í Pepsi-deildinni sem Víkingur vann, 2-1, og gegn Fylki í bikarnum í gærkvöldi sem Víkingur vann, 5-1. Aron Elís skoraði í báðum leikjum auk þess að leggja upp sigurmarkið gegn Val en hann var leikmaður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum og í Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína á Hlíðarenda.Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Heerenveen í deildinni frá upphafi.vísir/gettyAnnar Íslendingur, Alfreð Finnbogason, er á útleið hjá Heerenveen og leitar liðið nú að arftaka hans. Hvort Aron Elís sé sá maður verður að koma í ljós en það virðist morgunljóst að er að spila sitt síðasta tímabil á Íslandi í bili. Víkingar vonast til að geta haldið Aroni Elís út tímabilið þó það verði erfitt vegna félagaskiptagluggans sem lokar 1. september. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var spurður eftir 5-1 sigurinn á Fylki í gær hvort hann teldi að Aron yrði allt tímabilið í Víkinni. „Já, ég hef trú á því. Ég vona það og trúi,“ sagði Ólafur Þórðarson. Alfreð Finnbogason skoraði 24 mörk í 54 deildar- og bikarleikjum á Íslandi áður en hann var keyptur til Lokeren í Belgíu veturinn 2010. Hann sló í gegn sumarið 2009 þegar hann skoraði 15 mörk í 22 leikjum í deild og bikar og var kjörinn efnilegastur. Árið eftir skoraði hann 14 mörk í 21 deildarleik er Breiðablik vann titilinn. Aron Elís lét fyrst vita af sér í Pepsi-deildinni 2011 þegar hann skoraði tvö mörk í óvæntum sigri fallins liðs Víkings gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni. Hann sló svo í gegn í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og hjálpaði sínu liði upp um deild. Hann er nú búinn að skora fimm mörk í átta deildar- og bikarleikjum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01 Mörg félög fylgjast með Aroni Elís Víkingurinn ungi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. 16. júní 2014 18:14 Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Aron Elís Þrándarson er kominn á góðan skrið eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts og átti stóran þátt í sigri nýliða Víkings á Val í þriðja sinn á þessu ári. Hann hefur vakið áhuga margra erlendra félaga. 17. júní 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. 18. júní 2014 12:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, er sá allra heitasti í Pepsi-deildinni þessa dagana, en þessi tvítugi spilari hefur borið sóknarleik nýliðanna á herðum sér undanfarnar vikur. Frammistaða Arons hefur vakið athygli út fyrir landsteinana eins og kom fram í máli Magnúsar Agnars Magnússonar, umboðsmanns Arons, í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Útsendarar nokkurra liða hafa komið hingað til lands til að fylgjast með Aroni Elís að undanförnu, stór hluti þeirra frá Skandinavíu, samkvæmt upplýsingum Vísis. Heimildir Vísis herma ennfremur að njósnarar hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen hafi séð Aron í síðustu tveimur leikjum; gegn Val í Pepsi-deildinni sem Víkingur vann, 2-1, og gegn Fylki í bikarnum í gærkvöldi sem Víkingur vann, 5-1. Aron Elís skoraði í báðum leikjum auk þess að leggja upp sigurmarkið gegn Val en hann var leikmaður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum og í Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína á Hlíðarenda.Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Heerenveen í deildinni frá upphafi.vísir/gettyAnnar Íslendingur, Alfreð Finnbogason, er á útleið hjá Heerenveen og leitar liðið nú að arftaka hans. Hvort Aron Elís sé sá maður verður að koma í ljós en það virðist morgunljóst að er að spila sitt síðasta tímabil á Íslandi í bili. Víkingar vonast til að geta haldið Aroni Elís út tímabilið þó það verði erfitt vegna félagaskiptagluggans sem lokar 1. september. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var spurður eftir 5-1 sigurinn á Fylki í gær hvort hann teldi að Aron yrði allt tímabilið í Víkinni. „Já, ég hef trú á því. Ég vona það og trúi,“ sagði Ólafur Þórðarson. Alfreð Finnbogason skoraði 24 mörk í 54 deildar- og bikarleikjum á Íslandi áður en hann var keyptur til Lokeren í Belgíu veturinn 2010. Hann sló í gegn sumarið 2009 þegar hann skoraði 15 mörk í 22 leikjum í deild og bikar og var kjörinn efnilegastur. Árið eftir skoraði hann 14 mörk í 21 deildarleik er Breiðablik vann titilinn. Aron Elís lét fyrst vita af sér í Pepsi-deildinni 2011 þegar hann skoraði tvö mörk í óvæntum sigri fallins liðs Víkings gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni. Hann sló svo í gegn í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og hjálpaði sínu liði upp um deild. Hann er nú búinn að skora fimm mörk í átta deildar- og bikarleikjum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01 Mörg félög fylgjast með Aroni Elís Víkingurinn ungi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. 16. júní 2014 18:14 Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Aron Elís Þrándarson er kominn á góðan skrið eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts og átti stóran þátt í sigri nýliða Víkings á Val í þriðja sinn á þessu ári. Hann hefur vakið áhuga margra erlendra félaga. 17. júní 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. 18. júní 2014 12:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01
Mörg félög fylgjast með Aroni Elís Víkingurinn ungi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. 16. júní 2014 18:14
Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Aron Elís Þrándarson er kominn á góðan skrið eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts og átti stóran þátt í sigri nýliða Víkings á Val í þriðja sinn á þessu ári. Hann hefur vakið áhuga margra erlendra félaga. 17. júní 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. 18. júní 2014 12:40