Tekur Aron við af Alfreð hjá Heerenveen? Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2014 14:00 Aron Elís Þrándarson fer nú á kostum í Pepsi-deildinni. Vísir/Pjetur Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, er sá allra heitasti í Pepsi-deildinni þessa dagana, en þessi tvítugi spilari hefur borið sóknarleik nýliðanna á herðum sér undanfarnar vikur. Frammistaða Arons hefur vakið athygli út fyrir landsteinana eins og kom fram í máli Magnúsar Agnars Magnússonar, umboðsmanns Arons, í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Útsendarar nokkurra liða hafa komið hingað til lands til að fylgjast með Aroni Elís að undanförnu, stór hluti þeirra frá Skandinavíu, samkvæmt upplýsingum Vísis. Heimildir Vísis herma ennfremur að njósnarar hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen hafi séð Aron í síðustu tveimur leikjum; gegn Val í Pepsi-deildinni sem Víkingur vann, 2-1, og gegn Fylki í bikarnum í gærkvöldi sem Víkingur vann, 5-1. Aron Elís skoraði í báðum leikjum auk þess að leggja upp sigurmarkið gegn Val en hann var leikmaður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum og í Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína á Hlíðarenda.Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Heerenveen í deildinni frá upphafi.vísir/gettyAnnar Íslendingur, Alfreð Finnbogason, er á útleið hjá Heerenveen og leitar liðið nú að arftaka hans. Hvort Aron Elís sé sá maður verður að koma í ljós en það virðist morgunljóst að er að spila sitt síðasta tímabil á Íslandi í bili. Víkingar vonast til að geta haldið Aroni Elís út tímabilið þó það verði erfitt vegna félagaskiptagluggans sem lokar 1. september. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var spurður eftir 5-1 sigurinn á Fylki í gær hvort hann teldi að Aron yrði allt tímabilið í Víkinni. „Já, ég hef trú á því. Ég vona það og trúi,“ sagði Ólafur Þórðarson. Alfreð Finnbogason skoraði 24 mörk í 54 deildar- og bikarleikjum á Íslandi áður en hann var keyptur til Lokeren í Belgíu veturinn 2010. Hann sló í gegn sumarið 2009 þegar hann skoraði 15 mörk í 22 leikjum í deild og bikar og var kjörinn efnilegastur. Árið eftir skoraði hann 14 mörk í 21 deildarleik er Breiðablik vann titilinn. Aron Elís lét fyrst vita af sér í Pepsi-deildinni 2011 þegar hann skoraði tvö mörk í óvæntum sigri fallins liðs Víkings gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni. Hann sló svo í gegn í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og hjálpaði sínu liði upp um deild. Hann er nú búinn að skora fimm mörk í átta deildar- og bikarleikjum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01 Mörg félög fylgjast með Aroni Elís Víkingurinn ungi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. 16. júní 2014 18:14 Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Aron Elís Þrándarson er kominn á góðan skrið eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts og átti stóran þátt í sigri nýliða Víkings á Val í þriðja sinn á þessu ári. Hann hefur vakið áhuga margra erlendra félaga. 17. júní 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. 18. júní 2014 12:40 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, er sá allra heitasti í Pepsi-deildinni þessa dagana, en þessi tvítugi spilari hefur borið sóknarleik nýliðanna á herðum sér undanfarnar vikur. Frammistaða Arons hefur vakið athygli út fyrir landsteinana eins og kom fram í máli Magnúsar Agnars Magnússonar, umboðsmanns Arons, í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Útsendarar nokkurra liða hafa komið hingað til lands til að fylgjast með Aroni Elís að undanförnu, stór hluti þeirra frá Skandinavíu, samkvæmt upplýsingum Vísis. Heimildir Vísis herma ennfremur að njósnarar hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen hafi séð Aron í síðustu tveimur leikjum; gegn Val í Pepsi-deildinni sem Víkingur vann, 2-1, og gegn Fylki í bikarnum í gærkvöldi sem Víkingur vann, 5-1. Aron Elís skoraði í báðum leikjum auk þess að leggja upp sigurmarkið gegn Val en hann var leikmaður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum og í Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína á Hlíðarenda.Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Heerenveen í deildinni frá upphafi.vísir/gettyAnnar Íslendingur, Alfreð Finnbogason, er á útleið hjá Heerenveen og leitar liðið nú að arftaka hans. Hvort Aron Elís sé sá maður verður að koma í ljós en það virðist morgunljóst að er að spila sitt síðasta tímabil á Íslandi í bili. Víkingar vonast til að geta haldið Aroni Elís út tímabilið þó það verði erfitt vegna félagaskiptagluggans sem lokar 1. september. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var spurður eftir 5-1 sigurinn á Fylki í gær hvort hann teldi að Aron yrði allt tímabilið í Víkinni. „Já, ég hef trú á því. Ég vona það og trúi,“ sagði Ólafur Þórðarson. Alfreð Finnbogason skoraði 24 mörk í 54 deildar- og bikarleikjum á Íslandi áður en hann var keyptur til Lokeren í Belgíu veturinn 2010. Hann sló í gegn sumarið 2009 þegar hann skoraði 15 mörk í 22 leikjum í deild og bikar og var kjörinn efnilegastur. Árið eftir skoraði hann 14 mörk í 21 deildarleik er Breiðablik vann titilinn. Aron Elís lét fyrst vita af sér í Pepsi-deildinni 2011 þegar hann skoraði tvö mörk í óvæntum sigri fallins liðs Víkings gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni. Hann sló svo í gegn í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og hjálpaði sínu liði upp um deild. Hann er nú búinn að skora fimm mörk í átta deildar- og bikarleikjum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01 Mörg félög fylgjast með Aroni Elís Víkingurinn ungi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. 16. júní 2014 18:14 Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Aron Elís Þrándarson er kominn á góðan skrið eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts og átti stóran þátt í sigri nýliða Víkings á Val í þriðja sinn á þessu ári. Hann hefur vakið áhuga margra erlendra félaga. 17. júní 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. 18. júní 2014 12:40 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01
Mörg félög fylgjast með Aroni Elís Víkingurinn ungi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. 16. júní 2014 18:14
Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Aron Elís Þrándarson er kominn á góðan skrið eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts og átti stóran þátt í sigri nýliða Víkings á Val í þriðja sinn á þessu ári. Hann hefur vakið áhuga margra erlendra félaga. 17. júní 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. 18. júní 2014 12:40