Enski boltinn

Keane til aðstoðar Lambert hjá Villa?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roy Keane.
Roy Keane. Vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, í viðræðum við Aston Villa um að gerast aðstoðarknattspyrnustjóri félagsins.

Keane var í viðræðum við skoska liðið Celtic um að gerast knattspyrnustjóri þess eftir að Neil Lennon lét af störfum en Írinn dró sig út úr þeim viðræðum í gær.

Nú virðist sem svo að Keane ætli að aðstoða Paul Lambert hjá Aston Villa en félagið ætlar að leyfa honum að halda áfram störfum sínum sem aðstoðarþjálfari írska landsliðsins.

Keane er núna staddur í Bandaríkjunum með írska landsliðinu þar sem það mætir Kosta Ríka og Portúgal í vináttulandsleikjum en þegar þeim er lokið, 10. júní, er búist við að hann verði kynntur til sögunnar hjá Villa.

Írinn var síðast við stjórnvölinn hjá Ipswich en var rekinn í janúar 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×