Metallica tekur Oasis slagara 3. júní 2014 18:30 Metallica kemur fram víðsvegar í sumar. Vísir/Getty Lars Ulrich trommuleikari hljómsveitarinnar Metallica gantaðist á dögunum með það, að sveit hans ætli að byrja tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni, á laginu Wonderwall eftir Oasis. Þar með væru þeir að endurtaka leik sem Jay Z lék á sömu hátíð árið 2008, þegar að lagahöfundurinn og Oasis meðlimurinn, Noel Gallagher sagði í viðtali að honum þætti Jay Z ekki henta sem skemmtikraftur á Glastonbury-hátíðinni. Metallica kemur einnig fram á Sonisphere-hátíðinni, á sunnudagskvöldinu. Hljómsveitin Iron Maiden kemur einnig fram á þeirri hátíð, á laugardagskvöldinu. „Ég mun aldrei rökræða um það. Ég mun alltaf styðja Bruce, sama hvaða vitleysu hann setur út úr sér,“ sagði Ulrich, þegar hann var spurður út í ummæli Bruce Dickinson, söngvara Maiden, sem sagði í viðtali að hans hljómsveit væri betri en Metallica. Á Sonisphere-hátíðinni fengu aðdáaendur Metallica að velja lagalista sveitarinnar. Ulrich sagði þó að á Glastonbury-hátíðinni verði hefðbundinn Metallica lagalisti leikinn. „Yfirleitt bý ég ekki til lagalista fyrr en 15 til 30 mínútum fyrir tónleikana,“ sagði Ulrich um lagalistagerðina. Hljómsveitin hefur verið gagnrýnd að undanförnu en hljómsveitin Mogwai sagði á dögunum í viðtali að Metallica væri ótrúlega léleg, og tjáði þar með andúð sína á því að Metallica væri aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lars Ulrich trommuleikari hljómsveitarinnar Metallica gantaðist á dögunum með það, að sveit hans ætli að byrja tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni, á laginu Wonderwall eftir Oasis. Þar með væru þeir að endurtaka leik sem Jay Z lék á sömu hátíð árið 2008, þegar að lagahöfundurinn og Oasis meðlimurinn, Noel Gallagher sagði í viðtali að honum þætti Jay Z ekki henta sem skemmtikraftur á Glastonbury-hátíðinni. Metallica kemur einnig fram á Sonisphere-hátíðinni, á sunnudagskvöldinu. Hljómsveitin Iron Maiden kemur einnig fram á þeirri hátíð, á laugardagskvöldinu. „Ég mun aldrei rökræða um það. Ég mun alltaf styðja Bruce, sama hvaða vitleysu hann setur út úr sér,“ sagði Ulrich, þegar hann var spurður út í ummæli Bruce Dickinson, söngvara Maiden, sem sagði í viðtali að hans hljómsveit væri betri en Metallica. Á Sonisphere-hátíðinni fengu aðdáaendur Metallica að velja lagalista sveitarinnar. Ulrich sagði þó að á Glastonbury-hátíðinni verði hefðbundinn Metallica lagalisti leikinn. „Yfirleitt bý ég ekki til lagalista fyrr en 15 til 30 mínútum fyrir tónleikana,“ sagði Ulrich um lagalistagerðina. Hljómsveitin hefur verið gagnrýnd að undanförnu en hljómsveitin Mogwai sagði á dögunum í viðtali að Metallica væri ótrúlega léleg, og tjáði þar með andúð sína á því að Metallica væri aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira