Íslenski boltinn

FH á toppinn | Markalaust í Árbænum

Fanndís Friðriksdóttir var mætt aftur í lið Blika en liðinu tókst samt ekki að skora.
Fanndís Friðriksdóttir var mætt aftur í lið Blika en liðinu tókst samt ekki að skora. vísir/valli
FH er komið á topp Pepsi-deildar kvenna eftir leiki kvöldsins. FH lagði þá ÍA af velli. Blikar misstigu síg í Árbænum og Valur vann stórsigur.

Valsstúlkur völtuðu hreinlega yfir Aftureldingu í Egilshöll í kvöld og Mosfellingar því stigalausir á meðan Valsstúlkur eru komnar í gang.

Það var mikil barátta í leik Fylkis og Blika en hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið.

Á gervigrasinu í Árbænum náðu hvorki Fylkir né Breiðablik að skora. FH er því á toppnum eftir 2-0 sigur gegn nýliðum ÍA.

Úrslit kvöldsins:

ÍBV - Stjarnan  0-4

0-1 Harpa Þorsteinsdóttir, víti (15.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (60.), 0-3 Glódís Perla Viggósdóttir (77.), 0-4 Sigrún Ella Einarsdóttir (90.+3).

Valur - Afturelding  7-0

1-0 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (12.), 2-0 Elín Metta Jensen (29.), 3-0 Elín Metta Jensen (31.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (64.), 5-0 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (83.), 6-0 Svana Rún Hermannsdóttir (88.), 7-0 Svava Rós Guðmundsdóttir (90.).

FH - ÍA  2-0

1-0 Heiða Dröfn Antonsdóttir (43.), 2-0 Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (90.).

Fylkir - Breiðablik 0-0

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×