Enski boltinn

Öll mörkin og allt það helsta úr lokaumferð enska boltans | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Álvaro Negredo og Fernandinho með bikarinn eftirsótta.
Álvaro Negredo og Fernandinho með bikarinn eftirsótta. Vísir/getty
Manchester City stóð uppi sem Englandsmeistari í knattspyrnu eftir sigur gegn West Ham í lokaumferðinni en hér á Vísi má sjá öll mörkin úr öllum leikjunum og allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð tímabilsins.

Liverpool vann Newcastle en það dugði ekki til. MartinSkrtel skoraði fjórða sjálfsmarkið á tímabilinu sem er met. Chelsea hafnaði í þriðja sæti og Arsenal í því fjórða en bæði lið unnu í lokaumferðinni.

Norwich, Fulham og Cardiff féllu úr deildinni en ekkert þeirra vann á lokadegi mótsins. Gylfi Þór Sigurðsson var aftur á móti í byrjunarliði Tottenham sem vann lokaleik sinn.

Hér að neðan má sjá mörkin úr öllum leikjunum tíu sem fram fóru í gær sem og flottustu mörkin, markvörslurnar, stóru stundina, skondna atvikið og margt fleira.

West Brom - Stoke 1-2

Tottenham - Aston Villa 3-0

Sunderland - Swansea 1-3

Southampton - Man. Utd 1-1

Norwich - Arsenal 0-2

Man. City - West ham 2-0

Liverpool - Newcastle 2-1

Hull - Everton 0-2

Fulham - Crystal Palace 2-2

Cardiff - Chelsea 1-2

Flottustu mörkin: Flottustu markvörslurnar: Stóra stundin: Leikmaður umferðarinnar: Skondna atvikið: Lið umferðarinnar: Lokaumferðin gerð upp á 15 mínútum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×