"Nauðgun á ekki heima í gamanmynd“ 14. maí 2014 22:00 Spike Lee Vísir/Getty Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar. Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar.
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira