Tónlist

Nýtt myndband frá Agent Fresco

Gunnar Leó Pálsson skrifar
„Í grófum dráttum vildum við búa til ákveðið „concept,“ ekki bara í textunum okkar og lagasmíðum, heldur á alla máta. Þess vegna fengum við Dóra Andrésson og Marino Thorlacius til þess að, ekki eingöngu búa til listaverkin í plötuumslagið okkar, heldur einnig að aðstoða okkur í að ná fram „conceptinu“ í tónlistarmyndbandinu. Við erum við mjög ánægðir með afraksturinn,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, en nýtt tónlistarmyndband sveitarinnar, við lagið Dark Water má finna hér að ofan.

Dóri Andrésson og Marino Thorlacius leikstýra og taka upp myndbandið, ásamt því að myndskreyta og setja upp plötuumslagið.

Dark Water er jafnframt fyrsta smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegri plötu en liðsmenn sveitarinnar hafa undanfarið unnið af miklu kappi að nýrri plötu.  Agent Fresco sendi síðast frá sér plötuna, A Long Time Listening árið 2010 og fékk hún gríðarlega góða viðtökur.

Myndbandið var nákvæmlega eins og ég hafði séð fyrir mér og ég gæti ekki verið sáttari með það. Það er þungt, dimmt en á sama tíma mjög fallegt og fangar textana mjög vel í því að túlka á ljóðrænan hátt hvernig ást og hatur dregst saman í ákveðnum aðstæðum sem við getum búið okkur til. Dansarinn, Heba Eir Kjeld á einnig stórleik í myndbandinu, hún kastaði mér svo fast í sundlaugina að ég er enn að reyna losa mig við allt vatnið sem lak inn í eyrun á mér og inn í heilann á mér,“ segir Arnór Dan og hlær.


Tengdar fréttir

Agent Fresco landar plötusamningi ytra

Hljómsveitin Agent Fresco hefur skrifuð undir plötusamning við þýskt útgáfufyrirtæki. Um er að ræða samning upp á þrjár plötur en ný plata er væntanleg í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×