Ofbeldisfull sjónvarpsstjarna rekin úr Scandal 28. apríl 2014 18:30 Kerry Washington og Columbus Short Vísir/Getty Columbus Short, einn leikara í þáttaröðinni vinsælu Scandal, verður ekki meðal leikara í fjórðu þáttaröðinni. Þetta tilkynnti hann í dag. „Allt tekur einhverntíma enda og því miður er sú stund runnin upp að Harrison Wright þarf að yfirgefa svæðið,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en Harrison Wright er nafn persónu hans í þáttunum. „Ég óska öllum samstarfsfélögum mínum öllu hins besta, þau hafa verið mér eins og önnur fjölskylda á þessum tíma. Fyrir það mun ég alltaf vera þakklátur.“ Short hefur verið handtekinn oftar en einu sinni á árinu, meðal annars fyrir slagsmál á bar í mars og fyrir hávaðasamt rifrildi við eiginkonu sína þar sem hann hótaði henni lífláti.Short hefur áður verið sakaður um að ganga í skrokk á fólki. Árið 2010 var hann sakaður um að hafa kjálkabrotið mann að nafni Jason Hill á körfuboltaleik, en Hill fékk nálgunarbann á Short í kjölfarið. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Columbus Short, einn leikara í þáttaröðinni vinsælu Scandal, verður ekki meðal leikara í fjórðu þáttaröðinni. Þetta tilkynnti hann í dag. „Allt tekur einhverntíma enda og því miður er sú stund runnin upp að Harrison Wright þarf að yfirgefa svæðið,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en Harrison Wright er nafn persónu hans í þáttunum. „Ég óska öllum samstarfsfélögum mínum öllu hins besta, þau hafa verið mér eins og önnur fjölskylda á þessum tíma. Fyrir það mun ég alltaf vera þakklátur.“ Short hefur verið handtekinn oftar en einu sinni á árinu, meðal annars fyrir slagsmál á bar í mars og fyrir hávaðasamt rifrildi við eiginkonu sína þar sem hann hótaði henni lífláti.Short hefur áður verið sakaður um að ganga í skrokk á fólki. Árið 2010 var hann sakaður um að hafa kjálkabrotið mann að nafni Jason Hill á körfuboltaleik, en Hill fékk nálgunarbann á Short í kjölfarið.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira