AC/DC ekki hættir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 14:30 AC/DC á tónleikum árið 2009. vísir/afp Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC. Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC.
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira