Innlent

Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/pjetur
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var kynntur og samþykktur einróma á fjölmennum fundi fulltrúaráðs félaganna í gærkvöldi.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi leiðir framboðslistann sem skipaður er af 22 einstaklingum.

Á listanum er jafnt hlutfall karla og kvenna, fólk úr ýmsum atvinnugreinum og á öllum aldri.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni:

1.    Rósa Guðbjartsdóttir, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi

2.    Kristinn Andersen, verkfræðingur og bæjarfulltrúi

3.    Unnur Lára Bryde, viðskiptafræðingur

4.    Ingi Tómasson, fv. aðalvarðstjóri og varabæjarfulltrúi

5.    Helga Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

6.    Kristín Thoroddsen, ferðamálafræðingur

7.    Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri  

8.    Pétur Gautur Svavarsson, myndlistarmaður

9.    Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, oddviti Nemendafélags Flensborgarskóla

10.    Valdimar Víðisson, skólastjóri

11.    Ebba Særún Brynjarsdóttir, hárgreiðslukona og frjálsíþróttakona

12.    Sigurbergur Sveinsson, háskólanemi og handknattleiksmaður

13.    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur og varabæjarfulltrúi

14.    Þór Sigfússon, stálskipasmiður

15.    Unnur Birna Magnúsdóttir, snyrtifræðingur og formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði

16.    Pétur Viðarsson    , viðskiptafræðingur og knattspyrnumaður

17.    Þorgerður María Halldórsdóttir, mannfræðingur

18.    Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri

19.    Lára Janusdóttir, viðskiptafræðingur

20.    Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, varabæjarfulltrúi

21.    Geir Jónsson, mjólkurfræðingur og bæjarfulltrúi

22.    Valdimar Svavarsson, hagfræðingur og bæjarfulltrúi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×