Ísland eitt Norðurlanda án aðgerðarþjarka Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2014 20:00 Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem háskólasjúkrahús er ekki búið svo kölluðum aðgerðarþjarki, sem eykur mjög nákvæmni í aðgerðum vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Aðgerðir með þjarkanum minnka meðal annars líkur á þvagleka og ristruflunum eftir aðgerð. Aðgerðarþjarki er í raun vélmenni eða róbot sem gerir skurðlæknum kleift að gera aðgerðir með mun minna inngripi í líkama sjúklinga en með hefðbundnum aðgerðum með mun meiri nákvæmni. Tækið er til á öllum helstu háskólasjúkrahúsum Norðurlandanna en það kostar um 300 milljónir króna. Aðgerðir sem þessar voru kynntar á læknaþingi í Hörpu en Landsspítalinn Háskólasjúkrahús hefur yfir að ráða sérfræðingi sem hefur þjálfun á tæki sem þetta, sem fyrst var þróað til aðgerða vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. „Breytingin frá því sem hefðbundið er að gera með opinni aðgerð er að það eru minni skurðsár, það eru minni verkir eftir aðgerðir, það eru minni blæðingar og minni fylgikvillar eins og sýkingar. Eins er hægt að minnka fylgikvilla eins og geta fylgt aðgerðum á blöðruhálskirtli; risvandamál og lekavandamál,“ segir Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir sem er nýfluttur heim frá Svíþjóð, þar sem hann notaðist við tækið í aðgerðum. En með tækinu geta aðgerðir orðið nákvæmari þannig að auðveldara er að skera framhjá taugum sem stjórna holdrisi. „Það eru um það bil 2.500 tæki á 2.000 spítulum í heiminum í dag. Þannig að þetta er ekki framtíðin heldur nútíminn,“ segir Rafn. Það yrði mikil framför fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu að fá tæki sem þetta á Landsspítalann. En nú þegar hafa 40 milljónir safnast til kaupanna og vona menn að hægt verði að kaua tækið á næsta ári. „Það getur verið erfitt að keppa við stóru löndin hvað varðar laun en þegar kemur að aðstæðum og aðbúnaði skurðlækna getum við staðið okkur,“ segir Rafn. Þá þurfi sjúklingar ekki að liggja nema sólarhring á sjúkrahúsi eftir aðgerðina í stað nokkurra daga eftir hefðbundna aðgerð. En tækið gagnast ekki bara í aðgerðum vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Það nýtist við fjölbreyttar holaðgerðir eins og á nýrum og í kvensjúkdómalækningum. „Þetta er mjög gott tæki og mikið notað vegna krabbameins hjá konum og á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi þar sem ég starfa er það notað við meðferð á nánast öllum leghálskrabbameinum og legbolskrabbameinum,“ segir Pétur Reynisson kvensjúkdómalæknir. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem háskólasjúkrahús er ekki búið svo kölluðum aðgerðarþjarki, sem eykur mjög nákvæmni í aðgerðum vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Aðgerðir með þjarkanum minnka meðal annars líkur á þvagleka og ristruflunum eftir aðgerð. Aðgerðarþjarki er í raun vélmenni eða róbot sem gerir skurðlæknum kleift að gera aðgerðir með mun minna inngripi í líkama sjúklinga en með hefðbundnum aðgerðum með mun meiri nákvæmni. Tækið er til á öllum helstu háskólasjúkrahúsum Norðurlandanna en það kostar um 300 milljónir króna. Aðgerðir sem þessar voru kynntar á læknaþingi í Hörpu en Landsspítalinn Háskólasjúkrahús hefur yfir að ráða sérfræðingi sem hefur þjálfun á tæki sem þetta, sem fyrst var þróað til aðgerða vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. „Breytingin frá því sem hefðbundið er að gera með opinni aðgerð er að það eru minni skurðsár, það eru minni verkir eftir aðgerðir, það eru minni blæðingar og minni fylgikvillar eins og sýkingar. Eins er hægt að minnka fylgikvilla eins og geta fylgt aðgerðum á blöðruhálskirtli; risvandamál og lekavandamál,“ segir Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir sem er nýfluttur heim frá Svíþjóð, þar sem hann notaðist við tækið í aðgerðum. En með tækinu geta aðgerðir orðið nákvæmari þannig að auðveldara er að skera framhjá taugum sem stjórna holdrisi. „Það eru um það bil 2.500 tæki á 2.000 spítulum í heiminum í dag. Þannig að þetta er ekki framtíðin heldur nútíminn,“ segir Rafn. Það yrði mikil framför fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu að fá tæki sem þetta á Landsspítalann. En nú þegar hafa 40 milljónir safnast til kaupanna og vona menn að hægt verði að kaua tækið á næsta ári. „Það getur verið erfitt að keppa við stóru löndin hvað varðar laun en þegar kemur að aðstæðum og aðbúnaði skurðlækna getum við staðið okkur,“ segir Rafn. Þá þurfi sjúklingar ekki að liggja nema sólarhring á sjúkrahúsi eftir aðgerðina í stað nokkurra daga eftir hefðbundna aðgerð. En tækið gagnast ekki bara í aðgerðum vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Það nýtist við fjölbreyttar holaðgerðir eins og á nýrum og í kvensjúkdómalækningum. „Þetta er mjög gott tæki og mikið notað vegna krabbameins hjá konum og á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi þar sem ég starfa er það notað við meðferð á nánast öllum leghálskrabbameinum og legbolskrabbameinum,“ segir Pétur Reynisson kvensjúkdómalæknir.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira