Enski boltinn

Stóri Sam: Þetta er bara kjaftæði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stóri Sam hefur fengið nóg.
Stóri Sam hefur fengið nóg. Vísir/Getty
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, býður við umræðunni um sitt lið undanfarna daga en það hefur frekar fengið skammir í hattinn frekar en hrós þrátt fyrir að vinna sex leiki af síðustu níu og rífa sig langt frá fallbaráttunni.

Leikstíll liðsins er eitthvað sem stuðningsmönnum West Ham líkar illa en það baulaði eins og frægt er orðið á sína menn eftir 2-1 sigur á Hull sem lék manni færra.

„Þetta er bara kjaftæði,“ sagði Stóri Sam á blaðamannafundi í dag aðspurður um leikstíl West Ham sem er frekar beinskeittur eins og hann vill nú oftast að sín lið spili.

„Þetta snýst meira og minna um orðspor mitt en ekki leikmanna West ham og hvernig þeir spila.“

„Þetta er bara þvæla sem ég get ekkert gert í. Það er bara leiðinlegt að horfa upp á þetta því á undanförnum vikum hafa strákarnir unnið sex leiki af níu og fá lítið sem ekkert hrós fyrir. Það er sorglegt.“

„Við erum á fínum skriði en það talar enginn um það. Það er bara talað um einhvern einn leik þar sem fólk baulaði því við unnum leik á móti tíu mönnum. Svona er lífið en þetta er frekar ógeðfelt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Sam Allardyce.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×