Innlent

Verð á páskaeggjum hækkar mikið á milli ára

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Verð á páskaeggjum sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði þrítugasta og fyrsta mars síðastliðinn hefur hækkað mikið frá því í fyrra.

Allar verslanirnar sem eru í samanburðinum hafa hækkað verðið frá þvi í fyrra nema verslunin Iceland, sem hefur lækkað verð á flestum eggjum.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að mesta hækkunin hafi orðið á Freyju ríseggi númer níu, sem hefur hækkað mest hjá Fjarðarkaupum um 28% er kostar nú 2435 krónur, og hjá Hagkaupum um 23% og kostar nú tæplega 2700 krónur.

Nóa Síríus páskaegg númer fimm hefur hækkað hjá Nettó um 21%, hjá Krónunni um 17%, Fjarðarkaupum um 16%, Haugkaupum um 10% en minnst hjá Iceland eða um 4%.

Mesta lækkunin er 20% á Góu lakkrís páskaeggi númer fjögur og Góu páskaeggi númer fimm um 10%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×