Innlent

Grásleppuvertíðin að fara í vaskinn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Grásleppuveiðar fara afar rólega af stað og bendir margt til þess að aflaverðmæti muni dragast saman um hálfan milljarð á milli ára. Verð á grásleppu hefur hríðfallið.

Hljóðið í smábátasjómönnum er nokkuð þungt um þessar mundir. Grásleppuveiðar fara afar hægt af stað í ár og það sést best þegar veiddur afli á milli ára er borinn saman. Samkvæmt bráðabirgðartölum frá Fiskistofu þá hafði 106 tonnum af grásleppu verið landað þann 1. apríl síðastliðinn. Á sama tíma á síðasta ári var búið að landa 453 tonnum. Það er því margt sem bendir til þess að yfirstandandi grásleppuvertíð verði eins sú versta í manna minnum.

„Ef þetta fer á versta veg og við veiðum ekki nema 4000 til 5000 tunnur þá er þetta líklega lélegasta vertíð í langan tíma,“ segir Halldór Ármannsson, formaður Landsambands smábátaeigenda.

Nánar í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×