Innlent

Björgunarskip sótti bilaðan handfærabát

Björgunarskip Landsbjargar, Oddur V. Gíslason.
Björgunarskip Landsbjargar, Oddur V. Gíslason.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason sótti í nótt bilaðan handfærabát og kom með hann til Grindavíkur klukkan hálf sex í morgun.

Vélin bilaði í bátnum þegar hann var staddur umþaðbil tíu sjómílur suður af Grindavík, með þriggja manna áhöfn. Þeir kölluðu eftir aðstoð og gekk aðgerðin vel, enda mjög gott sjóveður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×