Innlent

„Ósanngjarnt að handvelja fólk í þessar aðgerðir“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason og Pétur H. Blöndal styðja ekki skuldaniðurfærslufrumvarpið.
Vilhjálmur Bjarnason og Pétur H. Blöndal styðja ekki skuldaniðurfærslufrumvarpið. visir/teitur/gva
„Það eru ekki allir alveg sáttur og já það er rétt að ég hef tvo í mínum þingflokki sem eru ekki ánægðir með þessi frumvörp,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.

Vilhjálmur Bjarnason og Pétur H. Blöndal, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, hafa báðir lýst því yfir á þingi að þeir styðji ekki skuldaniðurfærslufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar með hafa tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd tilkynnt að þeir styðji ekki frumvarpið.

„Þeir telja að það sé gert full mikið miðað við það að eignarverð hjá sumum hafi hækkað töluvert undanfarin ár og forsendubresturinn sé kannski mestur hjá þeim sem komu í fyrsta skipti inn á fasteignamarkaðinn í kringum árin 2008-2009.“

Bjarni segist hafa skoðað málið oft frá hruni og hafi komist að þeirri niðurstöðu að „ósanngjarnt væri að handvelja fólk í þessar aðgerðir“.

Umræðan um þá tvo þingmenn sem séu ósáttir við skuldaniðurfærslufrumvarpið hefst eftir 4:55 mínútur í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×