Lífið

Þriðja barnið á leiðinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsmaðurinn Carson Daly á von á sínu þriðja barni með unnustu sinni Siri Pinter. Þetta tilkynnti Carson í þætti Jimmy Fallon, The Tonight Show.

„Ég á fimm ára strák og dóttir mín er nítján mánaða og við eigum von á okkar þriðja barni. Móðir mín spurði mig í mörg ár hvenær ég ætlaði að eignast börn og nú hvetur hún mig til að hægja á mér,“ sagði Carson.

Carson og Siri hafa verið saman í rúmlega sex ár og trúlofuðu sig í fyrrahaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.