Enski boltinn

Langþráður sigur hjá West Ham

West Ham komst upp í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann fínan 2-1 heimasigur á Hull City.

Það hefur verið bras á liði West Ham undanfarnar vikur en liðið hristi af sér slyðruorðið í kvöld eftir þrjá tapleiki í röð.

Það hjálpaði reyndar til að Hull skildi missa mann af velli strax á 22. mínútu. Aðeins tíu inn á vellinum áttu leikmenn Hull á köflum í fullu tré við West Ham.

Þeir urðu þó að játa sig sigraða á endanum og eru því í fjórtánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×