Enski boltinn

Liverpool er stigi á eftir Chelsea

Liverpool komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Sunderland á heimavelli sínum.

Liverpool leiddi 1-0 í hálfleik með frábæru marki frá Steven Gerrard beint úr aukaspyrnu.

Síðari hálfleikur var nánast nýhafinn er Daniel Sturridge kom Liverpool í 2-0. Skot í teignum sem fór í Wes Brown og í markið.

Sunderland minnkaði muninn og var svo ekki fjarri því að jafna leikinn. Það gekk ekki og Liverpool krækti í afar mikilvægan sigur.

Liverpool er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×