Innlent

Samninganefndir spjölluðu óformlega í morgun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/ANTON
Samninganefndir hafa ekki hist formlega í dag vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Til stóð að fundarhöld hæfust klukkan 10. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Félags stjórnenda í framhaldsskólum, hittust aðilar að deilunni í morgun en aðeins var um óformlegt spjall að ræða.

Til stendur að halda fundinn í dag en ekki er búið tímasetja hvenær það verður.

Aðilar frá samninganefndum mæta í verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara í Framheimilinu í Safamýri klukkan 14 í dag. „Það er venjan að það mæti einhver á hverjum degi til þess að segja frá gangi mála,“ segir Ólafur.

Ólafur sagi í samtali við Vísi í morgun að hljóðið í kennurum væri mjög þungt.

Við erum orðin svolítið hissa á því hvað ríkisvaldið sýnir mikinn tómleika yfir þessu ástandi,“ sagði Ólafur. Nú er að líða önnur vika verkfalls og lítið er að gerast að sögn hans. „Þetta er ekki nógu gott.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×